Reykjavík – skyndihjálparnámskeið 10/2/2020

Í samvinnu við Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins verður haldið námskeið í fyrstu hjálp mánudaginn 10 febrúar 2020 í Síðumúla 31.

Verð fyrir félaga er 3.500 kr. sem greiðist í upphafi námskeiðs ( verðum með posa á svæðinu).

Námskeiðið hefst kl 18,00 og líkur kl 22,00 eða alls 4 klst.

Námskeiðið gengur meðal annars út á að kenna viðbrög við slys ef björgun er ekki tiltæk innan tveggja tíma auk þess sem almennt verður farið yfir fyrstu hjálp.

Boðið verður upp á brauðmeti og kaffi meðan á námskeiðinu stendur.

Alls er hægt að taka á móti 30 manns og við skoðum með fleiri námskeið ef áhugi er nægur.

Skráning er hér: https://forms.gle/Fz1J7LGmLQzFXcKu5