Skráning er hafin í Landgræðsluferðina

Skráning er hafin í Landgræðsluferðina, hægt er að skrá sig á þessum link sem ég set inn fyrir neðan.
Ótrúlega góð leið til að byrja sumarið! að skella sér í góða útilegu með félagsmönnum og fá að kolefnisjafna aðeins eftir veturinn eða fyrirfram!
Markmiðið er að planta yfir 1500 græðlingum og sá góðri næringu.
Upplýsingar bæði hér og inná skráningarskjali.
Landgræðsluferð 4.-6.júní í Hekluskógi, Þjórsárdal.
Gistum á tjaldsvæðinu við Sandá, við fáum fría gistingu þar.
Gróðursetning hefst á laugardagsmorgni og stefnum svo á að halda grillveislu á laugardagskvöldinu ef Víðir leyfir.
Hægt að velja um að koma í dagsferð og hjálpa til við á laugardeginum, eða gista á tjaldsvæðinu 1 eða 2 nætur.
Minnum fólk á að gott er að taka með sér vinnuhanska fyrir græðsluna á laugardeginum! ?
Endilega kommenta hér fyrir neðan ef það eru ehv spurningar!

https://bit.ly/3f8yyy5