Skráning hafin í ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll 9. nóvember.

Nú er búið að opna skráningarform fyrir ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll þann 9. nóvember næstkomandi. Langtímaspáin er góð og því er allt útlit fyrir skemmtilega og vel heppnaða Litlunefndarferð að þessari perlu á milli Hofsjökuls og Langjökuls.

Búið er að opna skráningarsvæði á vefnum og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Frestur til skráningar rennur út miðvikudaginn 6. nóvember klukkan 22:00.

Kynningarfundur vegna ferðarinnar verður haldin í félagsheimili ferðaklúbbsins að Eirhöfða 11 klukkan 20:00 miðvikudaginn 6. nóvember.

Skráningarsíðuna má finna hér.

http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285

Athugið að velja almenna skráningu þar sem hópstjóraskráningin er eingöngu ætluð fyrir fyrirfram skilgreinda hópstjóra Litlunefndar. Ef þið hafið hins vegar komið með okkur í einhverjar ferðir og hafið hug á að gerast hópstjórar, þá vinsamlegast sendið póst á Litlunefndina.

 

Skildu eftir svar