Skráning hafin í marsferð Litlunefndar

Mynd: Hörður Bjarnason

Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 17. mars n.k. og er skráning hafin.

Áætluð leið liggur frá Reykjavík, að Þingvöllum, upp á nýja Lyngdalsheiðarveginn.  Þaðan verður farið um Gjábakkaveg sunnan Skjaldbreiðar og svæðið þar um kring eftir aðstæðum og ákvörðunum fararstjóra.  Áætlað er að halda til byggða við Þingvelli.  Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa og eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 14. mars n.k. Það kvöld verður einnig kynningarfundur fyrir skráða þátttakendur.  Mikilvægt er að sækja þennan kynningarfund.

 

Skildu eftir svar