Skráning hafin í nóvemberferð Litlunenfdar

Þá er skráning loksins hafin í nóvemberferð Litlunefndar sem farin verður laugardaginn 17. nóvember næstkomandi.

Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar sem upptök Brúará verða skoðuð, en þar sprettur áin út  úr berginu. Eftir stutt stopp verður svo ekið í átt að Hlöðufelli og farið vestur fyrir fjallið og upp á línuveginn. Þar tökum við svo stefnuna í austur og ökum um Mosaskarð og yfir Haukdalsheiði og komið niður Geysi þar sem ferð verður slitið.

Samkvæmt heimildum Litlunefndar er kominn einhver snjór á þetta svæði og því er útlit fyrir spennandi og skemmtilega ferð.

Skráning í ferðina fer fram hér og stendur yfir til miðvikudags 14. nóvember. Þá um kvöldið verður kynningarfundur um ferðina í húsakynnum ferðaklúbbsins að Eirhöfða 11 og hefst hún klukkan 20:30. Að kynningarfundinum loknum verður svo boðið upp á grunnnámskeið í jeppamennsku fyrir byrjendur þátttakendum að kostnaðarlausu.

Bestu kveðjur og sjáumst hress.
Litlanefndin

Skildu eftir svar