Skráning hafin í uppgræðsluferð

Frítt tjaldsvæði og grillveisla á laugardagskvöldið, fyrir þáttakendur í uppgræðsluferð umhverfisnefndar í Þjórsárdal 7-9 júní, 2013.

Skráning er hafin hér á síðunni.

Hér er spjallþráður um ferðina.

Mikilvægt er að skrá sig og tiltaka fjölda þáttakenda, í hverjum bíl, vegna grillveislunnar.

Megin vinnan við uppgræðslu byrjar frá kl. 9:00 á laugardagsmorguninn og stendur til um 17. Eftir það er farið í sund í Árnesi.

Á laugardagskvöldið heldur Umhverfisnefnd glæilega grillveislu, á tjaldsvæðinu. Lambakjöt og rauðvín með.

Muna eftir sólgleraugum og hönskum (vegna fræ og áburðardreifingar).

fh. Umhverfisnefndar
Bergur 

Skildu eftir svar