Skráning í Bingó ferðina 17. febrúar

Það er búið að opna fyrir skráningu, hægt er að komast í hana hér https://www.f4x4.is/happening

Bingó

17. – 19. febrúar 2023
Bingó byrjar milli 3 og 4 á laugardeginum 18. febrúar
Dagskrá
  • Farið í Setrið (https://www.f4x4.is/skalar/setrid/) og gist þar.
  • Þátttakendur ferðast á eigin vegum
  • Ferð fyrir fólk með reynslu, nauðsynlegt að hópa sig saman, ekki ferðast einbíla
  • Setrið er opnað á föstudagskveldi og þátttakendur geta mætt þá eða fyrir 15 á laugardeginum
  • Í hverjum bíl þarf að vera lágmark 1 greiddur félagsmaður
  • Bingóið byrjar milli 15 og 16 á laugardeginum
  • Sameiginleg máltíð (grillað lambalæri og meðlæti) um laugardagskvöldið.
  • Heimferð er á sunnudeginum og er brottför í síðasta lagi kl. 11

Mikilvæg atriði

  • Athugið a.m.k. einn í hverjum bíl þarf að vera greiddur félagsmaður.
  • Ferðin er miðuð við breytta jeppa, lágmarks viðmið er að 2-2.5 tonna bíll sé lágmark  38”.
  • Dekk þurfa að vera í lagi, ekki fúin eða mikið slitin.
  • Nánar um skilyrði sem farartæki verða að uppfylla koma fram í þessari kynningu https://docs.google.com/presentation/d/14oWCG_YRIOmu9ZSa5cbvNx0e3ENEzK1RZ2_JdIGB1i0/edit#slide=id.g41ad23cfc3_0_22 (glæra 4).
  • Mikilvægt er að gleyma engu og gott að fara yfir þennan gátlista https://www.f4x4.is/wp-content/uploads/2013/09/092_Gatlisti.pdf
  • Verð í ferðina er kr. 8.000,- á mann. Hámarksfjöldi er 45, þegar fjöldinn fer upp fyrir það, þá lenda menn á biðlista.
Athugið, mjög mikilvægt er að leggja inn á réttann reikning, reikningsupplýsingar eru:
0516-26-204444  kt. 701089-1549
Endilega sendið kvittun á ferdanefnd@f4x4.is það flýtir fyrir allri vinnslu.