Eyjafjarðardeild 4x4 Þorrablót 2025
Jæja félagar nú er komið að þorrablót Eyjafjarðardeildar 4x4 2025.
Blótið verður haldið í veiðihúsinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit helgina 14-16 febrúar.
Í húsinu eru 16 tveggja manna herbergi og 6 eins manns herbergi þannig að það er gisting fyrir 38.
Félagar þurfa að koma með sín eigin rúmföt eða svefnpoka. Öll aðstaða í húsinu er eins og best verður
á kosið og við húsið er t.d. heitur pottur.
Kostnaður fyrir gistingu og þorramat er 12.000 kr. á mann og er það fast verð hvort sem félagar gisti eina eða tvær nætur.
Það er engin séstakur brottfarar tími á föstudegi eða laugardeginum, menn ráða því sjálfir hvenær þeir leggja af stað.
Ferðanefnd sér um jeppaferð á laugadeginum ef veður leyfir.
Félagar eru beðnir að skrá sig sem fyrst svo að við getum pantað þorramatinn tímanlega.
Upplýsingar um greiðslu, reikningur. 566-26-44044 Kt. 620796-2399
senda staðfestingu um greiðslu á halligulli.hauksson@gmail.com
Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4
Eyjafjarðardeild 4x4 Þorrablót 2025
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 2 guests