Sælir félagar
Þá er komið að Síðsumar útilegu Eyjafjarðardeildar 4x4. Við stefnum á að fara
í Skagafjörð þetta árið nánar tiltekið 23-25 ágúst og gista á Bakkaflöt.
Það er engin fastur brottfarar tími, félagar geta komið þegar þeir vilja.
Ferðanefnd skipuleggur einhverja ferð á laugardaginn, svona eftir veðri og vindum
síðan verður kvöldvaka um kvöldið að hætti stjórnar Eyjafjarðardeildar 4x4.
Í fyrra þá mættu 4 félagsmenn og fjölskyldur þannig að við reynum að toppa það
þetta árið. Nú við þurfum ekki að hafa áhyggur af veðri því það er víst alltaf gott veður í
Skagafirði. Nú mæta allir félagar Eyjafjarðardeildar í þessa útilegu með fjölskyldur sínar.
Það er engin skráning en það væri gott að vita eitthvað um mætingu annað hvort hér á síðuni eða á
Facebook síðu Eyjafjarðardeildar 4x4.
Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4
Eyjafjarðardeild 4x4 Síðsumar útilega 2019
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 0 guests