Eyjafjarðardeild 4x4 Þorrablót

Joi Hauks
Posts: 162
Joined: 2016-12-25 18:Dec:th

Eyjafjarðardeild 4x4 Þorrablót

Postby Joi Hauks » 2024-02-07 14:Feb:th

Eyjafjarðardeild 4x4 Þorrablót 2024

Jæja félagar nú er komið að þorrablót Eyjafjarðardeildar 4x4 2024.
Blótið verður haldið í veiðihúsinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit helgina 16-18 febrúar.
Í húsinu eru 16 tveggja manna herbergi og 6 eins manns herbergi þannig að það er gisting fyrir 38.
Félagar koma með sín eigin rúmföt eða svefnpoka, öll aðstaða í húsinu er eins og best verður á kosið og við húsið er t.d. heitur pottur.
Kostnaður fyrir gistingu og þorramat er 11.000 kr. á mann og er það fast verð hvort sem félagar gisti eina eða tvær nætur.
Það er engin séstakur brottfarar tími, menn ráða því sjálfir hvenær þeir fara.
Ferðanefnd sér um einhverja jeppaferð á laugadeginum ef veður leyfir.
Félagar eru beðnir að skrá sig sem fyrst svo að við getum pantað þorramatinn tímanlega.

Upplýsingar um greiðslu er: Reikningur. 566-26-44044 Kt. 620796-2399
og senda svo staðfestingu á halligulli.hauksson@gmail.com

Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4

Return to “Eyjafjarðardeild”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest