Page 3 of 3

Re: Nýtt spjall

Posted: 2017-01-06 08:Jan:th
by jong
Já, nú er þetta komið í lag.

Re: Nýtt spjall

Posted: 2017-01-07 22:Jan:th
by SBS
Sælir vefnefndarmenn.

Nú er þetta smá-saman að koma með spjallið. Allar deildir eru komnar með sinn spjallflokk. Nefndir klúbbsins eru víst fleirri en ein minnir mig. Þetta er ágætt svona því það heyrist aldrei neitt í öðrum nefndum en Litlunefndinni enda eru þær í áralöngum dvala og hafa ekkert með spjallflokk að gera. ;)

Ég ætla að setja hér inn myndir svo menn sjái að það sé hægt og hvernig þær koma út.

hjarta 08.jpg
hjarta 08.jpg (101.1 KiB) Viewed 13526 times


Greinilega hægt að setja hana inn á milli textans.

Svo stærri.

Eftr að hafa prufað mig áfram er hámarks-breidd myndar 850 pixlar eins og myndirnar hér að neðan. Sýnist þær megi ekki vera stærri en 260 kb. Aðeins er hægt að setja inn 3 myndir með hverju svari. Þetta endar að sjálfsögðu með að myndirnar verð að minnka sjálfvirkt þegar þær eru settar of stórar inn.

SBS 18.jpg
SBS 18.jpg (253.68 KiB) Viewed 13508 times


Einar Sól 04.jpg
Einar Sól 04.jpg (227.71 KiB) Viewed 13501 times


Kv. SBS.

Re: Nýtt spjall

Posted: 2017-01-10 10:Jan:th
by SBS
Sælir.

Ég fann auðvelda leið til að leita á Google á spjalli á gömlu vefsíðunni. T.d. ef slegið er inn " old.f4x4 setur " og " old.f4x4 vefsíða " Þá er það sem sett er fyrir aftan " old.f4x4 " leitartengillinn.

Til dæmis.
SBS 02.jpg
SBS 02.jpg (194.9 KiB) Viewed 13452 times


Og.
SBS 01.jpg
SBS 01.jpg (95.95 KiB) Viewed 13452 times



Kv. SBS.

Re: Nýtt spjall

Posted: 2017-01-13 07:Jan:th
by Ulfr
Væri ekki einfaldara ef leitin á spjallinu virkaði? Jú og kannske ef gamla spjallið hefði verið merge-að í það nýja.
Er þetta enn ein sorgarsagan í sögu ferðaklúbbsins er varðar að halda út *einfaldri* spjallsíðu?

Re: Nýtt spjall

Posted: 2017-01-13 08:Jan:th
by jong
Það er ekkert mál að finna gamla þræði, annaðhvort leitar maður á Google og setur "site:old.f4x4.is" aftast eða notar vefsafn.is