Nú er undirvinna að mestu búin, það er verið að taka aðeins af öðrum aukatanknum, en annað er komið.
Búið er að koma flestu fyrir, en það á eftir að tengja nokkrar slöngur og víra og ganga frá forðabúrum.
Náði í olíur í dag. Vonandi verður hægt að prófa um miðja vikuna (miðvikudag?) hvort vélin vill í gang

- 20171130_162447.jpg (4.82 MiB) Viewed 36937 times
Við þennan mikla uppskurð á bílnum komu nokkrir hlutir í ljós sem var kominn tími á, eins og hjörliður í framskafti, það var komið hlaup í hann og hann gat því farið hvenær sem var. Það voru nokkrir minna saklausir hlutir sem komu í ljós, eins og vír í aftari driflæsingu, hann hafði farið í sundur og þess vegna átti hann erfitt með að fara í lás, varð var við það í síðustu ferð
