Postby Sveinbjorn » 2017-02-27 08:Feb:th
Góðan daginn.
Samkvæmt heimildum eru allir Bingófararnir komnir til byggða. Sumir hlaðnir vinningum aðrir ekki. Verðlaun í þessari Bingóferð voru nú ekki af verri endanum en þeir sem gáfu vinninga voru: Terma ehf (Gummi Sig), Landsbankinn hf (Halldóra), Verkfærasalan (Einar Berg), Poulsen (Friðrik Hreinsson), Bílabúð Benna, Bílanaust, Kemi og Ferðaklúbburinn. Þökkum við vel öllum þeim sem styrktu okkur með líka þessum glæsilegu vinningum.
Að lokum vill Skemmtinefnd og Stjórn þakka öllum sem þátt tóku í þessari frábæru Bingóferð.
Kveðja fh. Stjórnar og Skemmtinefndar
Sveinbjörn