Þorrablótf f4x4 2017 í Setrinu 28. janúar
Posted: 2017-01-02 23:Jan:nd
Sælir félagar
Laugardaginn 28. Janúar verður þorrablót f4x4 klúbbsins haldið í Setrinu.
Munu Fastur og félagar sjá um að koma matnum upp eftir líkt og undanfarin ár.
Skráning á blótið fer fram á netfanginu thorrablot.f4x4@gmail.com þar sem fyrstir koma fyrstir fá. Skráning er hafin. Einungis er pláss fyrir 45 í mat með góðu og fjöldi á blótið því takmarkaður við það.
Í hverjum bíl verður að vera skráður meðlimur í klúbbnum og skal hann hafa borgað félagsgjald fyrir 2017. Aðeins er heimilt að skrá fjóra í bíl.
Þetta er ekki ferð á vegum klúbbsins heldur er þetta fínt mataboð með frábærum (kannski smá úldnum og skemmdum) mat ásamt gistingu. Þess vegna verða menn/konur að koma sér sjálfir í Setrið og heim aftur. Gott er að leita ferðafélaga hér á spjallinu í þessum þræði.
Áætlað verð er 9.000 krónur.
Innifalið í verðinu er
*Gisting í tvær nætur
*Matur
*Smá drykkur
*Félagskapur 1 kvöld
Hefst matur um 17 á laugardag.
Fyrir hönd f4x4 klúbbsins
Kveðja, Birkir ,,fastur´´
Laugardaginn 28. Janúar verður þorrablót f4x4 klúbbsins haldið í Setrinu.
Munu Fastur og félagar sjá um að koma matnum upp eftir líkt og undanfarin ár.
Skráning á blótið fer fram á netfanginu thorrablot.f4x4@gmail.com þar sem fyrstir koma fyrstir fá. Skráning er hafin. Einungis er pláss fyrir 45 í mat með góðu og fjöldi á blótið því takmarkaður við það.
Í hverjum bíl verður að vera skráður meðlimur í klúbbnum og skal hann hafa borgað félagsgjald fyrir 2017. Aðeins er heimilt að skrá fjóra í bíl.
Þetta er ekki ferð á vegum klúbbsins heldur er þetta fínt mataboð með frábærum (kannski smá úldnum og skemmdum) mat ásamt gistingu. Þess vegna verða menn/konur að koma sér sjálfir í Setrið og heim aftur. Gott er að leita ferðafélaga hér á spjallinu í þessum þræði.
Áætlað verð er 9.000 krónur.
Innifalið í verðinu er
*Gisting í tvær nætur
*Matur
*Smá drykkur
*Félagskapur 1 kvöld
Hefst matur um 17 á laugardag.
Fyrir hönd f4x4 klúbbsins
Kveðja, Birkir ,,fastur´´