Fyrirhugað er að fara í ferð með lítið breytta bíla (35″ og minni dekk) laugardaginn 8. desember.
Miðað er við að fara í áttina að Skjaldbreið, en það mun fara eftir veðrum og vindum hvort við förum um Lyngdalsheiðina og að Vörðu eða upp Uxahryggjaleið og Kaldadal, eða jafnvel eitthvað allt annað, sama hvað gerist þá verður allavega skemmtilegt!!!
Miðvikudagskvöldið áður, 5. des, ætlum við að vera með kennslu í að hleypa úr og dæla í dekk, tappa dekk og gera pelastikk og splæsa.
Endilega meldið ykkur hér undir sem hafið hug á að koma með í ferð!
Það væri líka gott að vita hvort þið eigið talstöð eða þurfið að fá lánaða eina slíka, en það er í boði.
Kveðja,
Litlanefnd
Desemberferð Litlunefndar
-
- Posts: 10
- Joined: 2017-11-07 14:Nov:th
Re: Desemberferð Litlunefndar
Sigurthor Fridbertsson mætir - vantar talstöð
Re: Desemberferð Litlunefndar
Það má skrá mig, Pálmi Alfreðsson. Gæti mögulega vantað talstöð.
-
- Posts: 10
- Joined: 2017-11-07 14:Nov:th
Re: Desemberferð Litlunefndar
Jón Ingi Þorgrímsson mætir, er með talstöð
Re: Desemberferð Litlunefndar
Björgvin R. Leifsson hefur áhuga, er með talstöð.
Hvað varð um nóvemberferð?
Hvað varð um nóvemberferð?
-
- Posts: 90
- Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd
Re: Desemberferð Litlunefndar
Sæl, það er verið að nota sér skráningarform fyrir ferðina sem hægt er að nálgast hér.....
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... o-ftVKP1fk
Endilega skráið ykkur þar þannig að við sjáum hvenig bíl þið eruð á, tek það fram að bílar meiga ekki vera á stærri dekkjum en 35" .
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... o-ftVKP1fk
Endilega skráið ykkur þar þannig að við sjáum hvenig bíl þið eruð á, tek það fram að bílar meiga ekki vera á stærri dekkjum en 35" .
-
- Posts: 1
- Joined: 2017-09-17 17:Sep:th
Re: Desemberferð Litlunefndar
R 201 Karl Haraldsson toyota ladruiser 90 35 tommu, læst afturdrif,gps, talstöð og hundvanur bílstjóri.
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 0 guests