Page 1 of 1

Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-05 09:Jan:th
by hsm
Nú fer að styttast í janúarferð Litlunefndar. En, það er stefnt að henni 14. janúar næst komandi.
Þessi ferð er hönnuð fyrir 38" breytta jeppa (miðað við 2 tonn).

Ferðatilhögun er að einföld. Fara upp á Langjökul og niður aftur.

Ferðaplan A: Þingvellir, Slunkaríki, Langjökull og niður hjá Jaka (til vara sömu leið til baka)
Ferðaplan B: Þingvellir, Kaldidalur, Jaki, Langjökull. Ef nægur tími þá farið niður í Slunkaríki
Ferðaplan C: Húsafell, Kaldidalur, Jaki, Langjökull.

Allt er þetta háð veðri og færð.

Opnað verður fyrir skráningu á sunnudag/mánudag.

Fyrir hönd Litlunefndar,
Hafliði

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-08 11:Jan:th
by gullitoy
Hilux og Landcruiser 90 og 120 á 38" eru þá út í þessari ferð. Ég sem er á Terracan á 35" og var að vonast til að komast með. Ég fór með Litlu nefndinni á þeim bíl síðasta vetur uppá Langjökul. Mjög vel heppnuð ferð.

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-08 16:Jan:th
by eyberg70
Er þá búið að útiloka flesta jeppa á 38" miðavið þessa reglu ?
38" breytta jeppa (miðað við 2 tonn)

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-08 20:Jan:th
by hsm
Það er búið að opna fyrir skráningu í ferðina. Skráningar form er https://goo.gl/forms/XzViLCWG9dlgsxD83.

Fyrir hönd Litlunefndar,
Hafliði

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-10 13:Jan:th
by SverrirKr
Nú hef ég verið nokkuð virkur í ferðum Litlunefndar gegnum árin, síðan ég fór niður í 35" dekkin á Patrol Y60 '95, bíl sem vegur ca. 2.1 tonn. Stóð reyndar í þeirri meiningu að Litlanefndin væri einkum hugsuð (eða hönnuð) fyrir bíla á 35" og minni dekkjum. Ég hef ekið á þessum 35" bíl yfir Langjökul frá Jaka, Slunkaríki, Skálpanesi og Flosaskarði og klórað mig upp á Péturshornið og Geitlandsjökul án umtalsverðra erfiðleika. Man reyndar ekki eftir því að þurft hafi að kippa í mig á Langjökli nema þegar ég lenti með bæði framhjólin í sprungu. Nú kemur í ljós að fyrirhuguð ferð á Langjökul er "hönnuð fyrir 38" breytta jeppa (miðað við 2 tonn)." Því spyr ég vinsamlegast af þessu gefna tilefni: Er bíllinn minn óvelkominn í þessa ferð Litlunefndar? Svar óskast.

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-12 12:Jan:th
by hsm
SverrirKr wrote:Nú hef ég verið nokkuð virkur í ferðum Litlunefndar gegnum árin, síðan ég fór niður í 35" dekkin á Patrol Y60 '95, bíl sem vegur ca. 2.1 tonn. Stóð reyndar í þeirri meiningu að Litlanefndin væri einkum hugsuð (eða hönnuð) fyrir bíla á 35" og minni dekkjum. Ég hef ekið á þessum 35" bíl yfir Langjökul frá Jaka, Slunkaríki, Skálpanesi og Flosaskarði og klórað mig upp á Péturshornið og Geitlandsjökul án umtalsverðra erfiðleika. Man reyndar ekki eftir því að þurft hafi að kippa í mig á Langjökli nema þegar ég lenti með bæði framhjólin í sprungu. Nú kemur í ljós að fyrirhuguð ferð á Langjökul er "hönnuð fyrir 38" breytta jeppa (miðað við 2 tonn)." Því spyr ég vinsamlegast af þessu gefna tilefni: Er bíllinn minn óvelkominn í þessa ferð Litlunefndar? Svar óskast.


Sæll Sverrir,

Eins og hefur komið fram í öðrum svörum, þá er í þessari ferð miðað við að jeppi af þínum stærðarflokki sé með 38" dekk, en eins og hefur líka komið fram í svörunum, þá er margt annað en stærð dekkja sem skiptir máli, eins og reynsla og geta. Við erum með mismunandi ferðir hugsaðar fyrir óreynda þó svo að við lokum ekki á aðra sem eru til í að fara með á þeim forsendum sem ferðin er sett upp með.

Fyrir hönd Litlunefndar,
Hafliði

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-12 13:Jan:th
by SverrirKr
Þar sem þessi ferð er sett upp með þeim forsendum að jeppi í mínum stærðarflokki sé með 38" dekk (hann er reyndar meira en 2 tonn), þá verð ég að skilja það svo að bíllinn minn sé óvelkominn í þessa ferð, nema ég fái upplýsingar um annað.

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-14 14:Jan:th
by brell
Mér sýnist alveg ljóst að Litlanefnd er ekki lengur fyrir litlu jeppana.

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-15 09:Jan:th
by gullitoy
Ég ákvað að sitja ekki heima með of lítil dekk fyrir Langjökul heldur hóaði saman tveimur öðrum 35" jeppum. Minn Terracan, landcruiser 100 og 150. Fórum hjá Bragabót og á Skjaldbreiðina í gær. Ekki gott skyggni hjá okkur. Snjókoma, rok og snjóblinda og fórum því hægt og örugglega. Til baka var farið að skyggja og var þá hægt að gefa í. Þá hittum við Landcruiser 100 björgunarsveitarbíl og tvoToyota pickupa sem voru að koma úr Litlunefndarferðinni. Frábær og vel heppnuð ferð.

Re: Litlunefndarferð í Janúar

Posted: 2017-01-15 12:Jan:th
by SverrirKr
Ef að 35" bílar í kringum 2 tonn eru ekki lengur gjaldgengir í ferðir Litlunefndar vegna smæðar, þá er kannski komið að því að breyta nafninu á nefndinni fyrir næstu ferð sem vonandi verður í febrúar.