Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 2017
Posted: 2017-01-09 23:Jan:th
Nýliðaferð ferðaklúbbsins 4x4 er á næsta leiti.
Ferðin verður haldin 4. til 5. Mars. Ferðin verður einnig kynnt á félagsfundi fyrsta mánudag Febrúars.
Þáttökugjald er 5000 kr en 3000 kr fyrir félagsmenn 30 ára og yngri
Hugmyndin að baki þessu er að hvetja yngri félagsmenn með í ferðina.
Skráning er hafin og best að tilkynna sig inn hér á þræðinum eða senda póst á samuel@ulfr.net með upplýsingum. Einnig verður hægt að skrá sig á félagsfundinum 6. Febrúar og á opnu húsi 8. Febrúar.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru eftirfarandi:
* Nafn Bílstjóra
* Félagsnúmer
* GSM
* Bíltegund
* Bílnúmer
* Dekkjastærð
* VHF?
* GPS?
* Önnur fjarskiptatæki?
* Spil?
* Annað?
* Nafn Kóara
* GSM Kóara
* Félagsnúmer
Ferðaáætlun
Ferðinni verður heitið í skála Ferðaklúbbsins 4x4, Setrið og verður lagt af stað frá Skeljungi á Vesturlandsvegi kl 09:00 að Laugardagsmorgni þar sem farið verður upp Sóleyjarhöfðann inn að Setri, um kvöldið er síðan grill og lagt af stað heimleiðis árla Sunnudags eftir tiltekt og verður ferðaplan eftir veðri og færi en leiðir sem eru í boði verða Sóleyjarhöfðinn, Klakkur og Kerlingafjöll. Það verður sæti fyrir 17 bíla og er hámark tveir í bíl. Hugsanlegt verður að víkja frá þeirri reglu um hámarksfjölda í bíl ef ekki næst að fullmanna ferðina en það þarf að gerast í samráði við fararstjóra.
Til að komast með í ferðina þarf að hafa eftirfarandi hluti á hreinu:
* 38" dekk eða stærra eftir þyngd bíls - Fararstjórar meta hæfi bíla á kynningarkvöldi sem haldið verður á Miðvikudagskveldi í vikunni fyrir ferð en einnig er hægt að hafa samband við mig hér á þessum þræði eða í tölvupóst samuel@ulfr.net
* VHF Bílstöð - Handstöð dugar ef hún er tengd útiloftneti og er straumfædd frá bíl en ekki um eigin rafhlöðu.
* GPS Tæki.
* Teygjuspotti
* Skófla
* Dráttarbiti að framan og aftan eða sambærilegur búnaður sem treystandi er að draga bíl á án mikillrar fyrirhafnar.
* Að vera temmilega óreyndur í lengri vetrarferðum.
* Að bíllinn sé í lagi fyrir ferð.
* Greiddur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4x4, boðið verður upp á að skrá sig í klúbbinn og greiða félagsgjöld fyrir ferð á kynningarkvöldi.
Ef þú ert óviss hvort bíllinn teljist hæfur, þá er þér velkomið að senda póst á samuel@ulfr.net með fyrirspurn ásamt upplýsingum um bíl.
Birtur verður meira tæmandi búnaðarlisti fyrir ferð sem og á kynningarkveldi fyrir ferðina. Á kynningarkveldi verður farið yfir GPS og rötun, notkun stuðaratjakka, teygjuspotta, góða siði í fjarskiptum og komið inn á VHF fjarskipti og hvernig þau virka.
O̶p̶n̶a̶ð̶ ̶v̶e̶r̶ð̶u̶r̶ ̶f̶y̶r̶i̶r̶ ̶s̶k̶r̶á̶n̶i̶n̶g̶u̶ ̶s̶í̶ð̶a̶r̶ ̶á̶s̶a̶m̶t̶ ̶t̶i̶l̶k̶y̶n̶n̶i̶n̶g̶u̶ ̶u̶m̶ ̶k̶o̶s̶t̶n̶a̶ð̶ ̶í̶ ̶f̶e̶r̶ð̶ ̶o̶g̶ ̶v̶e̶r̶ð̶u̶r̶ ̶þ̶a̶ð̶ ̶t̶i̶l̶k̶y̶n̶n̶t̶ ̶h̶é̶r̶ ̶í̶ ̶þ̶e̶s̶s̶u̶m̶ ̶þ̶r̶æ̶ð̶i̶. Ég hvet félagsmenn til að vera duglegir við að benda vinum og ættingjum sem þeir þekkja og gætu haft gaman af þessari ferð til að fylgjast með og skrá sig til leiks!
Ferðin verður haldin 4. til 5. Mars. Ferðin verður einnig kynnt á félagsfundi fyrsta mánudag Febrúars.
Þáttökugjald er 5000 kr en 3000 kr fyrir félagsmenn 30 ára og yngri
Hugmyndin að baki þessu er að hvetja yngri félagsmenn með í ferðina.
Skráning er hafin og best að tilkynna sig inn hér á þræðinum eða senda póst á samuel@ulfr.net með upplýsingum. Einnig verður hægt að skrá sig á félagsfundinum 6. Febrúar og á opnu húsi 8. Febrúar.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru eftirfarandi:
* Nafn Bílstjóra
* Félagsnúmer
* GSM
* Bíltegund
* Bílnúmer
* Dekkjastærð
* VHF?
* GPS?
* Önnur fjarskiptatæki?
* Spil?
* Annað?
* Nafn Kóara
* GSM Kóara
* Félagsnúmer
Ferðaáætlun
Ferðinni verður heitið í skála Ferðaklúbbsins 4x4, Setrið og verður lagt af stað frá Skeljungi á Vesturlandsvegi kl 09:00 að Laugardagsmorgni þar sem farið verður upp Sóleyjarhöfðann inn að Setri, um kvöldið er síðan grill og lagt af stað heimleiðis árla Sunnudags eftir tiltekt og verður ferðaplan eftir veðri og færi en leiðir sem eru í boði verða Sóleyjarhöfðinn, Klakkur og Kerlingafjöll. Það verður sæti fyrir 17 bíla og er hámark tveir í bíl. Hugsanlegt verður að víkja frá þeirri reglu um hámarksfjölda í bíl ef ekki næst að fullmanna ferðina en það þarf að gerast í samráði við fararstjóra.
Til að komast með í ferðina þarf að hafa eftirfarandi hluti á hreinu:
* 38" dekk eða stærra eftir þyngd bíls - Fararstjórar meta hæfi bíla á kynningarkvöldi sem haldið verður á Miðvikudagskveldi í vikunni fyrir ferð en einnig er hægt að hafa samband við mig hér á þessum þræði eða í tölvupóst samuel@ulfr.net
* VHF Bílstöð - Handstöð dugar ef hún er tengd útiloftneti og er straumfædd frá bíl en ekki um eigin rafhlöðu.
* GPS Tæki.
* Teygjuspotti
* Skófla
* Dráttarbiti að framan og aftan eða sambærilegur búnaður sem treystandi er að draga bíl á án mikillrar fyrirhafnar.
* Að vera temmilega óreyndur í lengri vetrarferðum.
* Að bíllinn sé í lagi fyrir ferð.
* Greiddur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4x4, boðið verður upp á að skrá sig í klúbbinn og greiða félagsgjöld fyrir ferð á kynningarkvöldi.
Ef þú ert óviss hvort bíllinn teljist hæfur, þá er þér velkomið að senda póst á samuel@ulfr.net með fyrirspurn ásamt upplýsingum um bíl.
Birtur verður meira tæmandi búnaðarlisti fyrir ferð sem og á kynningarkveldi fyrir ferðina. Á kynningarkveldi verður farið yfir GPS og rötun, notkun stuðaratjakka, teygjuspotta, góða siði í fjarskiptum og komið inn á VHF fjarskipti og hvernig þau virka.
O̶p̶n̶a̶ð̶ ̶v̶e̶r̶ð̶u̶r̶ ̶f̶y̶r̶i̶r̶ ̶s̶k̶r̶á̶n̶i̶n̶g̶u̶ ̶s̶í̶ð̶a̶r̶ ̶á̶s̶a̶m̶t̶ ̶t̶i̶l̶k̶y̶n̶n̶i̶n̶g̶u̶ ̶u̶m̶ ̶k̶o̶s̶t̶n̶a̶ð̶ ̶í̶ ̶f̶e̶r̶ð̶ ̶o̶g̶ ̶v̶e̶r̶ð̶u̶r̶ ̶þ̶a̶ð̶ ̶t̶i̶l̶k̶y̶n̶n̶t̶ ̶h̶é̶r̶ ̶í̶ ̶þ̶e̶s̶s̶u̶m̶ ̶þ̶r̶æ̶ð̶i̶. Ég hvet félagsmenn til að vera duglegir við að benda vinum og ættingjum sem þeir þekkja og gætu haft gaman af þessari ferð til að fylgjast með og skrá sig til leiks!