Stórferð 2020 - Mývatn

Sveinbjorn
Posts: 90
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Stórferð 2020 - Mývatn

Postby Sveinbjorn » 2019-12-02 13:Dec:nd

Stórferðin verður að þessu sinni á Mývatn og verður ferðin haldinn 20 – 22 mars 2020.

Skipulagið er einfalt. Skráningarform þarf að útfylla eins og vanalega: Hópafyrirkomulagið er alveg nauðsynlegt og þá sérstaklega ef fara á yfir hálendið, því eins og venjulega þá hefst ferðin á Mývatni og þarf hver og einn að koma sér þangað.
ATH. það verður að vera einn greiddur félagsmaður í hverjum bíl.

Það er algjörlega á ábyrgð þess sem ákveður hvaða leið farinn verður á Mývatn. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur ekki fyrir ferð yfir hálendið á Mývatn og því þurfa þeir sem taka hálendið að útbúa sig vel og umfram allt alls ekki vera einbíla. Það getur enginn gengið af því vísu að hálendið verði fullt af björgunarbílum og fólki.

Á Mývatni er búið að semja um verð við hótel Sel og fer öll skráning á hótelið í gegnum skráningu klúbbsins. Klúbburinn rukkar ekki fyrir gistingu heldur gerir hótelið það. Ástæða þess að skráning fer fram hjá okkur er skipulag á hótelinu og eins til að þeir sem ætla að nýta alla daga ferðarinnar á hótelið gangi fyrir.

Verð í gistingu er þannig að fyrir eins* manna herbergi er gisting í 3 nætur kr. 32.175,-
Verð í gistingu er þannig að fyrir 2ja* manna herbergi er gisting í 3 nætur kr. 38.025,-
Verð í gistingu er þannig að fyrir 3ja* manna herbergi er gisting í 3 nætur kr. 49.260,- Verð í gistingu er þannig að fyrir 4ra* manna herbergi er gisting í 3 nætur kr. 60.525,-
*Um er að ræða gistingu með morgunmat og uppá búnu rúmi

Greiðslur vegna gistingar á hótelinu fer eftir þeim reglum sem hótelið setur en það er að frátekið herbergi þarf að afpanta með góðum fyrirvara. Listinn sem settur verður upp á netinu sýnir hverjir eru að fara í ferðina og hverjir verða í gistingu.
Til að skráning verði virk þarf að greiða staðfestingargjald kr. 3.500,- fyrir hvern (7.000,- fyrir 2) inn á reikning Ferðaklúbbsins 4x4 0133-26-014444 kt. 701089-1549 og þá mun gisting verða tekið frá líka. Merkja þarf í skýringu greiðslu STOR20 til að við sjáum hverjir eru að greiða. Um leið og staðfestingargjaldið er greitt verður tekið frá herbergi ef þess er óskað. Lokagreiðslan kr. 3.500,- þarf síðan að vera greidd fyrir 1. Mars 2020 (að sjálfsögðu má greiða alla greiðsluna í einu, ástæðan fyrir því að við gerum þetta svona er sú að fyrri greiðslan er óafturkræf).

Ef það vantar frekari upplýsingar endilega notið spjalli hér og spyrjið ég er örugglega að gleyma einhverju.

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Stórferð 2020 - Mývatn

Postby fridrikh » 2019-12-12 11:Dec:th

Til upplýsingar
Það stefnir í mikla þátttöku í ferðinni og er nú þannig komið að fullt er í salinn í félagsheimilinu auk þess sem gistiplássið sem búið var að taka frá er fullbókað. Af þeim sökum verður þeir sem skrá sig núna settir á biðlista. Þeir aðilar sem eru á biðleita eiga ekki að greiða staðfestingargjald fyrr en haft verður samband við þá aftur.


Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests