Örnefni kringum Setrið

Umræður um hagsmuna- og baráttumál Ferðaklúbbsins 4x4.
jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Örnefni kringum Setrið

Postby jong » 2017-01-11 14:Jan:th

Ég var með eftirfarandi upplýsingar á gamla spjallinu;

Ég sá í síðustu ferð upp í Setur stórt kort uppi á vegg, af landssvæðinu milli Þjórsár og Hvítár á hálendinu þar sem búið var að safna saman örnefnum á svæðinu sem sjást hvergi annarsstaðar á korti.
Þetta kort var unnið af afréttarfélögum sveitarfélaganna, og ég sá á kortinu að það hafði verið safnað upplýsingum frá gömlum fjallkóngum og fjallafálum sveitanna.
Ég fór að grafast fyrir hvort þessi örnefni væru til hjá Árnastofnun (sem tók yfir örnefnastofnun) og fékk svar í dag. Þessi örnefni ættu að koma inn á næstu uppfærslu örnefna í IS50V kortagunninum í desember næstkomandi.
Þannig að nú fáum við eitthvað fleira en Loðmund og Þverfell til að miða við á leiðinni upp í Setur.


Ég fékk tölvupóst frá Landmælingum í dag eftir að hafa spurst fyrir um þetta, og það eru komin inn 130 örnefni á svæðið sem eiga uppruna sinn í þessu korti.

Return to “Hagsmuna- og Baráttumál”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 0 guests