Sælir félagar
Þá er komið að því. Helgina 18-20 ágúst höldum við síðsumars útilegu Eyjafjarðardeildar 4x4. Núna ætlum við í austurátt og stefnum á að gista á tjaldstæðinu við Lund í Öxarfirði.
Það er engin fastur brottfarar tími, félagar geta komið þegar þeir vilja en við miðum við að koma á föstudeginum.
Ferðanefnd skipuleggur einhverja ferð á laugardeginum, svona eftir veðri og vindum.
Það er engin skráning en það væri gott að vita eitthvað um mætingu, þannig að það væri gott ef menn/konur myndu tjá sig á Facebook síðu Eyjafjarðardeildar 4x4.
Hvetjum alla félaga til að mæta og skemmta sér.
Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4
Eyjafjarðardeild síðsumars útilega 18-20 ágúst.
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 1 guest