Page 1 of 1

Eyjafjarðardeild 4x4 félagsfundur

Posted: 2023-09-01 14:Sep:st
by Joi Hauks
Sælir félagar

Jæja félagar þá er komið að fyrsta félagsfundi komandi vetrar hjá Eyjafjarðardeildar 4x4.
Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 5. september kl 20:00 í Hjalteyrargötu 12, húsi Bjsv Súlna.
Á fundinum förum við yfir dagskrá vetrarins, við segjum frá næstu vinnu- og stikuferð nú í september og fjallað verður um
afmælis bílasýningu F4x4 sem verður helgina 15-17 september í Fífuni í Kópavogi. Síðan ræðum við um hvað félagar hafa
áhuga á að verði á dagskrá funda í vetur.
Hittumst hress og kát og störtum þessu tímabili í góðum félagsskap.
Nýjir félagar eru endilega hvattir til að mæta og einnig hvetjum við eldri félagar til að taka með sér unga og eða áhugasama.

Kveðja
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4