Page 1 of 2

Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 08:Mar:th
by Jon Emil
Góðann daginn.

Í þessari Litlunefndarferð er stefnan tekin á topp Skjaldbreiðar. Hún átti að vera í gær en breytt til dagsins í dag vegna betra spár til veðurs.
Það voru 26 bílar skráðir en 5 bílar afboðuðu vegna bilunar svo það verða 21 farartæki sem ætla að leggja af stað frá Stöðinni Vesturlandsvegi kl. 9.
Læt þetta nægja í bili, kem með fréttir um leið og ég heyri í Hafliða formanni Litlunefndar.

Jón Emil Fréttaritari F4x4

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 10:Mar:th
by Jon Emil
Var að heyra frá Hafliða, þeir eru komnir á Lyngdalsheiði og eru einhverjir skaflar að flækjast fyrir þeim, svo að þeir eru byrjaðir að hleypa úr

Fréttaritarinn

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 11:Mar:th
by Jon Emil
Var að fá senda mynd

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 12:Mar:th
by Jon Emil
Þá er hópurinn að fara uppá Skjaldbreið. Snjórinn er þungur, hann þjappast en erftitt grip
Meira siðar.

Fréttaritarinn

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 16:Mar:th
by Jon Emil
Hópurinn er kominn á línuveginn, eru að pumpa í og á leið í bæinn.
Ein affelgun varð og einn millikassi bilaði og snéri sá við, annars gekk ferðin nokkuð vel.

Fréttaritari kveður

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 16:Mar:th
by Jon Emil
Hópurinn kominn á malbik, stutt á Þingvelli.

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 18:Mar:th
by hsm
Takk fyrir ferðina, þetta var fín ferð, fengum að prófa öll tækin í bílnum :)
Takk Jón Emil fyrir fínan fréttafluttning.

Fyrir hönd Litlunefndar,
Hafliiði

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 19:Mar:th
by jong
Já, takk fyrir fína ferð, var að setja inn myndaalbúm.

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-12 21:Mar:th
by SBS
Sælir ferðafélagar litlunefndar.

Enn og einu sinni er Jón G. Guðmundsson að halda á lofti vefsíðu-myndasafni okkar með að setja hér inn myndir. Einn sem hefur tengst vefsíðu-vinnu lengi er búin að setja inn á eigin FaceBook síðu myndir frá ferðinni. Menn eiga að sjálfsögðu að setja hér inn myndir á vefsíðu F4x4 fyrst eða samtímis. Þetta þýðir þá að ég eyði myndum úr tveimur albúmum hjá mér. :(

Ég man Þá tíð þegar við Rúnar bróðir settumst í vinnunni við tölvuna í kaffitímanum og fórum yfir nýjar myndir og fylgdumst með gömlum á flettimyndum á forsíðunni. Þetta vakti hjá okkur áhuga á félagsskap klúbbsins sem við sóttumst síðan eftir að vinna í. Rúnar er nú í stjórn klúbbsins en ég flæmdist úr vefnefndinni vegna kjaftbrúks. Því miður hafa allt of margir sem verið hafa í vefnefndinni látið sig hverfa frá störfum eða alveg.

Kv. SBS. Ps. Þær myndamöppur sem ég eyddi út eru "OKT. 2010 JARÐARFÖR FERÐAFRELSIS." og "MAR. 2012 LITLUNEFNDARFERÐ." Samtals 140 myndir.

Re: Fréttir af Litlunefndarferð á Skjaldbreið

Posted: 2017-03-13 08:Mar:th
by jong
Það þarf að vísu að brynja sig með svolítilli þolinmæði þegar maður er að setja inn 30 myndir inn á síðuna. Það þarf að sparka duglega í þennan hauglata vefþjón.
Annað sem er algerlega ofaukið er hversu margir valkostir eru á að merkja við myndir:
Titill
Myndatexti
Skýringatexti
Lýsing
Backligh color

Þessum þyrfti að fækka niður í tvo