Page 1 of 1

Heimsókn til Bílanaust

Posted: 2016-12-09 14:Dec:th
by Sveinbjorn
Sæl.
Nú í kvöld eða kl. 18:00 ætlar Bílanaust að bjóða okkur í Ferðaklúbbnum að koma í heimsókn til sín og verður okkur boðið upp á smá veitingar og vökva. Einnig verða sértilboð í gangi þannig að við ættum að geta náð í eitthvað fallegt handa okkur undir jólatréð.

Eftir öll herlegheitin hjá Bílanaust verður hittingur niður í Síðumúla Þar sem farið verður yfir innkaupin og málin rædd yfir rjúkandi heitu súkkulaði að hætti jeppalúða sem verður að sjálfsögðu á staðnum auk annarra jólasveina sem ekki vilja súkkulaði.

Kveðja
Skemmtinefnd.

Re: Heimsókn til Bílanaust

Posted: 2016-12-11 14:Dec:th
by Sveinbjorn
Mig langar til að þakka Bílanaust mönnum fyrir frábærar móttökur á föstudagskvöldið. Þetta var meiriháttar flottar veitingar í mjög flottri búð má segja að þarna hafi gamla Bílanaust tilfinningin verið til staðar.

Bílanaust menn takk fyrir okkur.

Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4x4

Re: Heimsókn til Bílanaust

Posted: 2016-12-12 12:Dec:th
by jong
Já, þetta var mjög vel heppnað, bæði hjá bílanaust og í Múlanum eftir það.