Skrýtin viðskipti?

PFTH
Posts: 3
Joined: 2017-03-10 11:Mar:th

Skrýtin viðskipti?

Postby PFTH » 2017-06-22 21:Jun:nd

Sælir félagar.
Komminn minn þarf nýjar bremsuskálar að aftan. Einhvern tíma á langir ævi bílsins var skipt um afturhásingar en Bílanaust átti í þær rétta bremsuborða en ekki skálarnar sjálfar. Ég fór í verzlun sem selur varahluti í Ameríska bíla með aðra gömlu ónýtu skálina og bremsuborðana. Ég sagði þeim að þetta væri mix úr öðrum bíl en vissi ekki hvaða. Í versluninni var skálin mæld í bak og fyrir og skálarnar fundnar á augabragði, þurfti bara að panta þær frá Ameríku. Á tilsettum degi sótti ég skálarnar og setti í bílinn og hjólin á. En viti menn. Skálarnar pössuðu ekki og festust. Ég með skálarnar í verzlunina. Nýjar mælingar hófust og mér sagt að koma eftir viku. Ég mætti og ætlaði að taka skálarnar en var þá sagt að þar sem ég hefði ekki gefið réttar upplýsingar yrði ég að borga skálarnar. Ég óskaði eftir að fá aftur skálarnar sem ég hafði greitt fyrir og fékk þær afhentar. Nú á ég tvær nýjar skálar sem verða notaðar ef hægt er að gera breytingar en verzlunin á tvær skálar sem þeir geta líklega ekki selt í bráð.
Margt er skrýtið í kýrhausnum sagði kerlingin.
Kveðja, Pétur Þórðarson

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Skrýtin viðskipti?

Postby jong » 2017-06-23 08:Jun:rd

Ég varð hugsi yfir orðunum "Skálarnar pössuðu ekki og festust."
Samt voru þær mældar í bak og fyrir. Pössuðu þær við þessa mælingu?

PFTH
Posts: 3
Joined: 2017-03-10 11:Mar:th

Re: Skrýtin viðskipti?

Postby PFTH » 2017-06-23 16:Jun:rd

Sérfræðingarnir mældu. Ég samþykkti og treysti þeim. Kv. Pétur.
Ps. Nú þekki ég verslun sem þarf ekki sð sinna mér framar


Return to “Allt annað”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest