Patrol powered by Chevrolet

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-07-25 20:Jul:th

Í vor gaf 3.0L mótorinn sig. Eftir miklar vangaveltur og skoðanaskipti við fjölda sérfræðinga, þá endaði ég á því að kaupa Cevrolet LS 5.3L bensín vél í bílinn. Vélin sem ég fékk var uppgerð vél frá http://justchevytrucks.com/, 5.3L vél úr Suburban 1500 2008 árgerð. Tók með henni sex þrepa sjálfskiptingu 6L80E (2008 árg. ESCALADE, keyrð ca. 90 þ. mílur).
Þessi vél er léttari en orginal vélin úr Patrol og mikið kraftmeiri. Mælingar á vélinni gáfu yfir 400 hp.

Nú er vélin og sjálfskiptingin komin til landsins. Næsta skref er að panta íhluti frá http://www.marks4wd.com/, en þeir hafa hannað mikið af dóti til að setja LS vélar í ýmsa jeppa, m.a. Patrol. Eins þarf ég að kaupa nýjan vatnskassa og sitthvað frá Kidda Bergs.

Ég ætla að senda inn fréttir á þennan þráð um framgang þessarar breytingar. Sjálf skiptin fara svo í gang um mánaðarmótin ágúst/september.

Kveðja,
Hafliði

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-07-27 20:Jul:th

Þá er vélin og skiptingin komin í bílskúrinn, hér fá þær að bíða í rúman mánuð.
x1.jpg
Sést smá utaní vélina, ekki búið að rífa utan af henni
x1.jpg (1.51 MiB) Viewed 14908 times
x2.jpg
sjálfskiptingin og vélin enn í pakningum
x2.jpg (2.45 MiB) Viewed 14908 times

fridrikh
Posts: 79
Joined: 2016-11-07 10:Nov:th

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby fridrikh » 2017-07-28 15:Jul:th

Sælir
Spennandi verkefni og verður gaman að fá að fylgjast með.
kv
Friðrik

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-08-12 21:Aug:th

Nú er undirbúningi að verða lokið, á eftir að setja venjuleg dekk undir bílinn, kaupa nýjan vatnskassa, ætlaði að gera það fyrir helgi, en Grettir er lokaður til 14. ágústs vegna sumarfría.
Þá fer að styttast í að fara með bílinn, nýju vélina, skiptinguna, dótið frá marks4wd.com sem ég keypti ásamt öðru sem ég hef keypt, meðal annars frá Kidda Bergs. Það þarf að draga bílinn, þar sem númerin eru inni hjá Samgöngustofu, en ég mun láta gömlu vélina ganga á 3 stimplum (eða taka drifsköftin undan) fyrir sjálfskiptinguna. Það vill til að það er mjög stutt sem þarf að draga hann, bara í næsta hverfi :) Óneytanlega er kominn fiðringur í mann, verður gaman að sjá þetta fara saman og sjá hvernig þetta gengur upp.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-08-30 19:Aug:th

Þá er allt komið. Fékk lánuð 4 lítil dekk á felgum (31"), Arnar Þorsteinsson var svo góður að lána mér þau. Þessi dekk fóru undir í gærkvöldi, og það verður að segjast eins og er, .... mikið rosalega er hann aumingjalegur á svona litlum dekkjum :)
Nú fer að styttast í að bíllinn og allt dótið fari á verkstæðið, verð að segja að ég er orðinn mjög spenntur :D
20170830_085659.jpg
20170830_085659.jpg (5.67 MiB) Viewed 14616 times

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-10-13 13:Oct:th

Stór stund í gær, fór með bílinn og allt dótið til Gísla. Arnar kom og dró patrolinn, ég náði með herkjum að mjaka jeppanum útúr innkeyrslunni heima, en við það lagði ég allt hverfið undir í reykmekki :) Var hissa á að nágrannarnir hringdu ekki á slökkviliðið.
Við fórum svo yfir allt dótið í gær, kom í ljós að "smotterý" vantaði, en ekkert sem tefur, dríf í að panta það. Við ákáðum að hafa loftsíuna hægra megin í bílnum, hún er í dag vinstra megin. Snorkelinn verður áfram, en bara til skrauts. Afleiðingar af þessari ákvörðun er að webasto miðstöðin verður látin fjúka, í bili alla vega. Ef hún fer aftur í, þá verður hún staðsett annarsstaðar.
Ég á eftir að kaupa viftu, mótor/hjól og spaða, byrjaði að leita í gær og fann slatta af rafviftum, en lítið um hinar. Ég las eina grein í gærkvöldi um hvort sé betra raf eða ekki rafviftur, það var nú bara til að rugla mig. Rafvifturnar taka auðvitað engan kraft frá vélinni, en þær þurfa rafmagn úr rafkerfinu, hinar fara inn á reimakerfið og skv. greininni, þá íþyngja þær mótorinn. Jæja, ég ætla að skoða þetta betur. Það eru til margar útfærslur af þessu.
Það sem er mikilvægast í þessu öllu saman, er að nú er bílinn kominn á verkstæði og þá er hægt að byrja að rífa og síðan byggja upp. Ég get þá líka farið að selja þá hluti sem verða ekki notaðir áfram, eins og t.d. túrbínuna, ac-mótorinn, startarann, altenatorinn, sjálfskiptinguna og kanski blokkina.

jong
Posts: 122
Joined: 2016-12-09 08:Dec:th

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby jong » 2017-10-13 14:Oct:th

Það er ein lausn sem er orðin svolítið algeng á LS mótorum (að mér sýnist)
Þarna er notuð reimdrifin vifta, en kúplingin fyrir hana er eins og á A/C-dælum, rafdrifin þannig að hún er ekki að taka neitt afl að ráði nema þegar þörf er á. Ég held að allar stjórntölvurnar fyrir LS mótorana séu með úttak fyrir viftustýringu.
http://www.ebay.ca/itm/NEW-Electric-Rad ... C1&vxp=mtr

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-10-17 20:Oct:th

Nú er Gísli búinn að rífa og tæta undan bílnum og í húddinu. Vélin vaggar enn í húddinu, en það verður ekki lengi, hún fer úr á morgun. Báðir aukatankarnir komnir undan, drifsköft, millikassi, LOLO og sjálfskiptingin. Rafgeymar farnir, webasto og margt fleira. Bíllinn fer ekki aftur í gang með gömlu vélinni, það er ljóst. Meðfylgjandi er síðasta mynd af vélinni í húddinu, ég get nú ekki sagt að ég komi til með að sakna hennar mikið :D
Það verður gaman að sjá þegar uppbygging hefst, en það verður ekki af alvöru fyrr en eftir allt rifrildið :P
Það eru nokkrir smáhlutir í pöntun sem vantaði, en þetta er allt að smella saman.
20171017_164748.jpg
20171017_164748.jpg (4.69 MiB) Viewed 14354 times

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-10-18 22:Oct:th

Búið að rífa! Vélin farin, sjálfskiptingin farin, pústið farið, og búið að taka fullt af dóti úr bílnum, margt af því fer aftur í bílinn. Við svona rifrildi kemur margt í ljós, ég sá í dag að ég þarf einhvern tímann að panta tíma hjá Jóni Snæland og fá smá yfirferð frá honum. En, það verður ekki fyrr en á næsta eða þarnæsta ári :)
Nú er komið að því að fara að máta nýju vélina í bílinn, sjá hvernig allt passar. Gísli er búinn að setja upp festingarnar fyrir vélina, þetta er allt ótrúlega spennandi.

User avatar
hsm
Site Admin
Posts: 69
Joined: 2016-11-05 16:Nov:th
Contact:

Re: Patrol powered by Chevrolet

Postby hsm » 2017-11-09 16:Nov:th

Í dag var milligrindarbitinn undir sjálfskiptinguna settur upp og þar er með búið að festa sjálfskiptinguna við vélina og bílinn :) Til að gera þetta fengum við milligrindarbita undan beinskiptum Patrol, hann passar beint undir. Þar sem vélin+sjálfskiptingin nær aðeins aftar en orginal stuffið þá hefði annaðhvort þurft að breyta gamla milligrindarbitanum, eða það sem var miklu betra fá bita undan beinskiptum.

Til að redda vandamálum í kringum vökvastýrisdæluna og stýrimaskínuna, þá keypti ég upphækkun frá wideopendesign.com (http://www.wideopendesign.com/Product/2 ... n-Kit.aspx), þurfti að kaupa samsetninguna upphækkun+dæla. Þetta smellpassaði, fyrir utan að Wideopendesign gerir ráð fyrir alternator úr "05-07 GM 2500 series truck" sem er aðeins styttri en alternatorinn sem fylgdi með vélinni, þannig að þá var ekki pláss fyrir tengingarnar úr alternatornum. En, snillingurinn hann Gísli Þór fann upp á því að snúa alternatornum til í húsinu, og þá passaði þetta fínt. Ekki mikið pláss, en alveg nóg. Þar með var það vandamál úr sögunni! Annars hefði ég þurft að kaupa annan alternator. Í lokin, reimin sem þeir nota er "Gates K060760".

Pústgreiðurnar sem fylgdu með vélinni liggja svoldið frá vélinni og taka mikið pláss. Til að minnka plássið, þá keypti ég aðrar greiður sem liggja mun nær vélinni (Hooker Headers 8501HKR Hooker Exhaust Manifolds).
8501hkr.jpg
8501hkr.jpg (214.67 KiB) Viewed 14172 times
Hér sést sjálfskiptingin komin undir.
23433034_10215169919340607_1620962881_o.jpg
23433034_10215169919340607_1620962881_o.jpg (52.42 KiB) Viewed 14172 times
Ég skrifa svo aftur, vonandi fljótlega, þegar næsti áfangi næst :)


Return to “Bílar og breytingar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 0 guests