Page 1 of 1

Þrýfa gírkassa og millikassa?

Posted: 2016-12-11 10:Dec:th
by eyberg70
Hvernig er best að þrýfa gírkassa og millikassa að utan sem innan.
Er til einhver efni eða staður sem hreinsar þetta ?

Re: Þrýfa gírkassa og millikassa?

Posted: 2016-12-11 10:Dec:th
by jong
Ef þú ert að fara að taka kvikindin í gegn (legur og fleira) þá er alveg óhætt að vaða með háþrýstidælu á þá að utan.
Þú gætir þurft eina umferð fyrst, svo tjöruhreinsi/skröpu og svo háþrýsdæluna aftur.
Ef þú ert hins vegar að hreinsa fyrir sölu eða skipti þá er það tjöruhreinsir, burstar og skröpur.

Ef það á hins vegar að gera þá upp og gera reglulega flotta þá er fátt betra en háþrýstiþrif og sandblástur og lökkun eftir það.