Stórferð/Landsmót á Kirkjubæjarklaustri
Posted: 2016-12-11 14:Dec:th
Sæl.
Eins og fram kom á síðasta félagsfundi verður Stórferðin/ Landsmót Ferðaklúbbsins haldið á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni.
Búið er að ræða við heimamenn sem ætla að búa til ferðir fyrir okkur og verður dagskráin með svipuðu sniði og í fyrra þegar við fórum á Vestfirðina.
Mæting á Kirkjubæjarklaustur á fimmtudagskvöldi.
Föstudagur löng dagsferð (leiðarval ekki klárt)
Laugardagur styttri dagsferð (ekki tilbúin), kl. 15:00 komið til baka þá verður hittingur til kl. 16:00 þar sem menn geta skoða bíla og sýnt sinn bíl. Þá verður frítími til kl. 19:00 en þá munum við hittast í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og hafa mjög gaman. Matur og skemmtiatriði að okkar hætti.
Skráning í ferðina hefst á fyrsta félagsfundi í janúar og þarf að greiða staðfestingargjald vegna þáttöku í ferðinni. Áætlað er að það verði kr. 5.000 á mann sem vonandi dekkar alla ferðina en eini sameiginlegi kostnaðurinn verður Félagsheimilið, matur á laugardagskvöldinu og rútuferðir á og frá ballinu. Annar kostnaður er ekki kominn. Í fyrra var gjaldið að mig minnir 5.500 kr. á mann.
Hvernig líst mönnum á svona í fljótu bragði?? Endilega komið með kommennt og ef þið þekkið þetta svæði segið þá frá skemmtilegum leiðum þar svo hægt sé að skoða það fyrir ferðina.
Kveðja
Sveinbjörn
Eins og fram kom á síðasta félagsfundi verður Stórferðin/ Landsmót Ferðaklúbbsins haldið á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni.
Búið er að ræða við heimamenn sem ætla að búa til ferðir fyrir okkur og verður dagskráin með svipuðu sniði og í fyrra þegar við fórum á Vestfirðina.
Mæting á Kirkjubæjarklaustur á fimmtudagskvöldi.
Föstudagur löng dagsferð (leiðarval ekki klárt)
Laugardagur styttri dagsferð (ekki tilbúin), kl. 15:00 komið til baka þá verður hittingur til kl. 16:00 þar sem menn geta skoða bíla og sýnt sinn bíl. Þá verður frítími til kl. 19:00 en þá munum við hittast í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og hafa mjög gaman. Matur og skemmtiatriði að okkar hætti.
Skráning í ferðina hefst á fyrsta félagsfundi í janúar og þarf að greiða staðfestingargjald vegna þáttöku í ferðinni. Áætlað er að það verði kr. 5.000 á mann sem vonandi dekkar alla ferðina en eini sameiginlegi kostnaðurinn verður Félagsheimilið, matur á laugardagskvöldinu og rútuferðir á og frá ballinu. Annar kostnaður er ekki kominn. Í fyrra var gjaldið að mig minnir 5.500 kr. á mann.
Hvernig líst mönnum á svona í fljótu bragði?? Endilega komið með kommennt og ef þið þekkið þetta svæði segið þá frá skemmtilegum leiðum þar svo hægt sé að skoða það fyrir ferðina.
Kveðja
Sveinbjörn