Stikuferð 12. sept.

STIKUFERÐ 11-13.september
Halló halló!,
Svæðið sem stikað verður er innan friðlands að fjallabaki, það er vegur F225 frá Helliskvísl um Dómadal.
Almennt verður gist á tjaldsvæðinu í Landmannahelli en auk þess erum við með skála, en þar er takmarkað pláss í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Við viljum eindregið hvetja fólk til að tjalda eða skella sér í dagsferð þar sem stikunin klárast líklegast á laugardeginum. Ástæðan er vegna fjöldatakmarkana og ekki er vitað hvað við fáum mörg pláss í skála.
Nefndin ætlar að skaffa nestis fyrir laugardaginn svo allir fái góða orku! ( ekki sameiginlegur kvöldmatur eins og oft áður.
Nefndin stefnir á það að leggja af stað á föstudeginum 11.sept, kl 18:00.
Einnig útbúum við nestispakka sem verða dreifðir í alla bíla á laugardeginum ?
18km slóði verður stikaður. Það er F225 frá Helliskvísl um Dómadal að vegamótum F208.
Ef gefst meiri tími og fleiri stikur gætum við stikað meira og reist þær stikur sem liggja niðri aftur upp.
Kveðja UMHVERFISNEFND
Skráning fer fram hér: