Stikuferð umhverfisnefndar 2013

Stikuferð ársins verður  föstudaginn 30. ágúst til sunnudags 1. sept. 

Að þessu sinni verður stikað nokkurn veginn hring í kringum Heklu. Stikað verður frá syðra Fjallabak um Langvíuhraun að Dómadalsleið í Sölvahrauni. Þetta um 41 km. Ef tími vinnst til verður bætt og lagfærðar stikur á einhverjum leiðum þarna í kring.

Gisting

Klúbburinn býður upp á gistingu í Áfangagili, báðar nætur, fyrir alla sem taka þátt.

Grill og veitingar

Það verður grillað lamb og boðið upp á veitingar í sameiginlegum kvöldmat í Áfangagili, laugardaginn 31. ágúst.

Stikað er í samráði og samvinnu við heimamenn. Langvíuhraunið var stikað fyrir all nokkru og er þörf á að lagfæra og bæta við, á löngum köflum leiðarinnar.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina. Skráning og frekari upplýsingar, birtast hér á vefnum innan skamms.

Ferðin er opin öllum félagsmönnum.

Smelltu hér til að skrá þig

Skildu eftir svar