Stórferð 2013

Nú styttist í að skráningar í Stórferðina hefjist – en þær hefjast 5. febrúar kl 21:00

Verðið í ferðina hefur verið ákveðið 12.000 kr á haus.

Innifalið í því verði er:

  • Gisting í skála á aðfararnótt laugardags
  • Kvöldmatur á Hótel Höfn
  • Gisting á Hótel Höfn aðfararnótt sunnudags
  • Morgunmatur á Hótel Höfn

Auk þess dekkar skráningargjaldið annan kostnað, svo sem undirbúning, vöktun á bílaplani á Höfn og fleira smálegt. 

Eins og áður hefur komið fram eru eftirfarandi skilyrði fyrir skráningu:

  • Skráning í hópum sem ferðast sjálfstætt og á eigin ábyrgð
  • Miðað við tvo saman í bíl og gistingu
  • Hópar meta sjálfir hvort bílar séu nógu vel búnir (Undirbúningsnefnd áskilur sér þó rétt til að gera athugasemdir við búnað)
  • Að minnsta kosti einn í hverjum bíl sé meðlimur í 4×4 og búinn að greiða félagsgjald 2013

Sjá má eldri frétt um ferðina Hér

Nefndin

Skildu eftir svar