Stórferð 2013 – Greiðsla þátttökugjalds

Stórferð 2013 – Vatnajökull þver og endilangur

Þá er orðið ljóst að við munum koma öllum sem að þegar hafa skráð sig með í ferðina. Að svo stöddu verður ekki hægt að bæta við en þó gæti myndast smá pláss eftir að greiðslufrestur er útrunninn og við munum þá auglýsa það.

Þeir sem að ekki eru skráðir í hóp (þrír eða fleiri bílar saman) verða að sjá um að koma sér sjálfir í einhvern af þeim hópum sem að eru skráðir eða mynda hóp sín á milli. Allir sem fara í þessa ferð verða að vera í hóp sem ferðast sjálfstætt og á eigin ábyrgð. Hópurinn verður einnig að hafa getu til að takast á við mjög krefjandi færi og aðstæður líkt og geta orðið á Vatnajökli á þessum árstíma. Við minnum einnig á að lágmarksbúnaður í hverjum bíl er GPS tæki og VHF talstöð eða annar öruggari fjarskiptabúnaður og kunnátta til að nota tækin. 

Gjald í þessa ferð er 12.000 kr á haus og þarf að vera búið að greiða fyrir 22. febrúar 2013. 

Greiða á inn á reikning 0516-26-204444, kennitala 701089-1549
 

SETJA NAFN HÓPS SEM SKÝRINGU OG SENDA KVITTUN Á tuttugengid@sk3.is

SETJA NAFN HÓPS SEM SKÝRINGU OG SENDA KVITTUN Á tuttugengid@sk3.is

SETJA NAFN HÓPS SEM SKÝRINGU OG SENDA KVITTUN Á tuttugengid@sk3.is

SETJA NAFN HÓPS SEM SKÝRINGU OG SENDA KVITTUN Á tuttugengid@sk3.is

 Innifalið í þátttökugjaldi er gisting í skála á föstudeginum og gisting, kvöldverður og morgunverður á Hóteli á Höfn. Kvölverður verður hlaðborð með kjötsúpu, pottrétt og pastarétt ásamt meðlæti. Hlaðborð mun standa þar til síðustu menn koma í hús eða þá fram undir morgunverð á sunnudegi.

 

 

 

Skildu eftir svar