Stórferð 2013

Afmælis-Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 – Vatnajökull þver og endilangur
Dagana 14 – 17 mars 2013.

Umsjón Túttugengið ásamt Hornafjarðardeild 4×4 

Ferðatilhögun er eftirfarandi:

14. mars – Þeir sem vilja leggja af stað að kvöldi og útvega sér gistingu sjálfir. Tilboð verður í Hrauneyjum fyrir þá sem vilja og nefndin hefur einnig tekið Jökulheima frá og einhverjir komast fyrir þar. Tekið verður við bókunum í jökulheima eftir að skráning hefst.

15. mars – Ferðin hefst formlega og er hópnum stefnt í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Ef fjöldinn verður mikill eru Grímsfjall, Gæsavötn og Drekagil til vara. Leiðarval er undir hverjum og einum hóp komið. Umsjónaraðilar munu gefa út ferla til viðmiðunar fyrir þá sem vilja.

16. mars – Ekið frá hverjum skála fyrir sig, yfir Jökul og niður á Hornafjörð þar sem að Gist verður á Hótel Höfn. Veisla haldin að fjallamanna sið og djammað eins og orka er til… Leiðarval niður af Jökli verður samkvæmt ráðleggingum Hornfirðinga, veðri og færð, og verður gefið út þegar nær dregur. Valkostir í því eru Lambatungnajökul, SKálafellsjökull eða Breiðamerkurjökull. 
Á hótel Höfn verður boðið upp á hlaðborð um kvöldið, eða þegar menn skila sér í hús. Gist í uppábúnum rúmum og morgunverður á sunnudegi. 

17. mars – Heimferð eftir hvers manns höfði. Nefndin hefur tekið Grímsfjall frá fyrir þá sem það vilja og verður tekið við bókunum eftir að skráning hefst.

Annað sem skiptir máli:

  • Skráning í hópum sem ferðst sjálfstætt og á eigin ábyrgð.
  • Leiðin er krefjandi og því beiti menn heilbrigðri skynsemi þegar þeir meta hvort ökumenn eða ökutæki sé nægjanlega vel í stakk búinn fyrir ferðina.
  • Lágmarksbúnaður í bíl er þó GPS tæki og öruggur fjarskiptabúnaður (VHF eða betra)
  • Miðað er við tvo í bíl og saman í herbergi á leiðarenda

Verð í ferðina hefur ekki verið ákveðið og verður auglýst síðar.

Skráningar hefjast 5. febrúar kl 21:00 og vissara er að skrá sig og sinn hóp sem fyrst til að vera viss um að fá pláss

Nefndin

Skildu eftir svar