Stórferð 2022 Skagafjörður 17/3-20/3

Stórferðin verður að þessu sinni 2022 í Skagafjörð frá fimmtudeginum 17. mars til 20. mars 2022

Gist verður á Hótel Varmahlíð eins verða einhverjir á Bakkaflöt.
Hver og einn sér um að panta og ganga frá sinni gistingu. Síminn hjá Hótel Varmahlíð er 453-8170 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið info@hotelvarmahlid.is

Verð fyrir gistingu í þrjár nætur í uppábúnu rúmi með morgunmat, dagana 17. til 20. mars í tveggja manna herbergi er 42.000,- sem gerir 7.000 per mann per nótt.

Þáttökugjald er 7.500,per mann- og inn í því verði er:

  • Kaffi og kleina föstudags og laugardagsmorgun fyrir utan hótel Varmahlíð.
  • Matur og skemmtun í félagsheimilinu Miðgarði laugardagskvöld (veislumatur)
  • Miðar á bílana.
  • Möguleiki á vinning í happadrætti laugardagskvöldsins

Greiða þarf strax inn á reikning félagsins nr 0133-26-014444 kt 701089-1549 kr 7.500 og þegar það hefur verið gert er búið að staðfesta pöntun. Vinsamlegast setja texta STORF í færsluna.

Á föstudag og laugardag verður farið í ferðir í leiðsögn félaga okkar í Skagafjarðardeild. Leiðaval verður kynnt þegar við erum komin á staðin og fer valið eftir veðri og aðstæðum sem heimamenn meta á þeim tíma.

Umsóknir þarf að skrá hér:

https://forms.office.com/r/DnX8bi2Zi9

Umsjónamenn ferðarinnar eru formennirnir Sveinbjörn Halldórsson og Benedikt Egilsson