Stórferð 9-11 mars 2023

40 ara afmælis Stórferð á Akureyri
9. – 11. mars 2023

Ferðin  verður tvískipt
Jeppaferðir frá Akureyri og skemmtun á laugardagskvöldin. Ekki þarf að að kaupa allan pakkann í einu.

Stórferðin sjálf verður eins og venjulega. Ferðin byrjar á föstudeginum með skemmtilegum jeppatúr með leiðsögn Eyfirðinga og verður leiðarval og tímasetningar kynntar síðar en þetta verður stóri ferðadagurinn. Jeppast allan daginn.
Laugardagurinn verður aðeins öðruvísi þar sem við styttum jeppatúrinn, áætlað er að fara samt í skemmtilegan akstur og koma til baka um 13:00 og safnast þá saman á einhverju stóru bílaplani þar sem verður grillaðar pulsur /pylsur fyrir mannskapinn og þá um leið geta þeir sem viljað farið um og skoðað bílana. Áætlað að þetta sé til 15:00 en þá er þessi ferð búinn.

Skemmtunin um kvöldið er að þessu sinni slitin frá ferðinni sjálfri því í ár verður hún stærri og glæsilegri. Partíið verður í íþróttahúsinu við Síðuskóla á Akureyri (ofan við Glerárkirkju) og mun Bautinn sjá um matinn og alla þjónustu. Matseðillinn verður Lambalæri og Kalkúnabringur með allskonar meðlæti.
Áfengi verður selt á staðnum og verður verði stillt í hóf. Allar skemmtanir verða í höndum félagsmanna og mun vonandi margt koma á óvart. Áætlað er að skemmtuninni ljúki um miðnætti.

Verð verður að sjálfsögðu tvískipt þar sem mikill áhugi hefur verið á því að fá að koma á skemmtunina en fólk jafnvel ekki með jeppa til að ferðast á.
Verð í Stórferðina sjálfa verður kr. 2.000,- á mann. Innifalið eru límmiðar farastjórn og pulsur/ pylsur og fl.

Verð á skemmtunina verður kr. 6.000,- á mann þannig að í raun er verðið fyrir einn í ferðina og á ballið samtals kr. 8.000,-

Til að skráning verði virk verður að greiða allt gjaldið.
Mánuði fyrir ferðina verður ekki hægt að fá endurgreitt.
Athugið leggja á inn á Íslandsbanka, upplýsingar eru:
0516-26-024444 kt. 701089-1549

skráning er hér: