Stórferð á Kirkjubæjarklaustur

Sæl.

Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður að þessu sinni farin á Kirkjubæjarklaustur, dagana 23 – 26 mars 2017. Gist verður á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni og verða dagsferðir farnar út frá Klaustri föstudag og laugardag. Allt eftir veðri og færi. Ýmsar leiðir verða í boði og í raun geta menn fundið eitthvað við sitt hæfi. Á laugardagskvöldi verður sameiginleg máltíð í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri ásamt skemmtilegheitum.

Skráningarlinkur í ferðina er hér: https://goo.gl/forms/yaH0f8pRDKxJr43q1

Til þess að hægt sé að ganga frá mat, sal og rútum Þarf að vera búið að ganga frá skráningu og greiðslu staðfestingargjalds fyrir 17. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar og glærur verða settar inn fljótlega. Ferðin var kynnt á síðasta félagsfundi en næsat kynning verður á fundi Suðurnesjadeildar miðvikudaginn 12. janúar 2017.

Kveðja
Sveinbjörn