Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 í Skagafjörð

Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður farinn að þessu sinni í Skagafjörðinn. Ferðin verður farinn fimmtudaginn 17 – 20 mars 2022. En reiknað er með að þeir sem ætla að taka þátt komi sér í Skagafjörðin á fimmtudeginum en skipulagðar ferðir hefjast á föstudeginum og verður þá farið í góðan dagsferð upp á hálendið undir leiðsögn félagsmanna úr Skagafjarðardeildinni. Laugardagurinn verður svipaður en verður farið heldur léttara og styttra þar sem við eigum pantað félagsheimilið Miðgarð í Varmahlíð en þár verður slegið upp mikilli veislu um kvöldið. Ferðinni verður slitið á laugardagskvöldinu rétt um miðnætti.

Verð furir þá sem taka þátt er 7.500,- en það er skilyrði að vera greiddur félagsmaður í kúbbnum (að minsta kosti einn aðili í bíl).

Gisting verður hver og einn að sjá um en Hótel Varmahlíð verður með sér kjör fyrir þá sem taka þátt í ferðinni. síminn þar er 453-8170 eða í netfang: info@hotelvarmahlid.is

Ef vantar nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á sveinbjorn@fastgardur.is eða í síma 844-5000.  Skráning í ferðina hefst á félagsfundinum 10 janúar 2022