Stórferðarfundur

Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður að þessu sinni farinn á Kirkjubæjarklaustur og er þú skráður í ferðina.  Með hliðstjón að kostnaðaráætlun hefur stjórn klúbbsins ákveðið að verði fyrir einstakling í ferðina verði kr. 7.000,- og samkvæmt ferðareglum þarf staðfestingargjaldið að greiðast fyrir 20. febrúar næstkomandi.

Innifalið í verðinu er kaffi á föstudag og laugardag, rútuferð til og frá félagsheimilinu, matur um kvöldið í félagsheimilinu og leiga á félagsheimilinu. Einnig fá allir þeir sem greiða staðfestingargjaldið límmiða á bílana (stóra og litla) eins og venjulega í Stórferðum. Sérstakur aðgöngumiði verður gefinn út sem verður rifið af við innganginn í félagsheimilið og engum hleypt inn nema viðkomandi geti framvísað aðgöngumiða (eins og í síðustu ferðum).

Ákveðið hefur verið að hafa fund með þáttakendum á mánudeginum 20. febrúar næstkomandi í Síðumúlanum kl 20,00 og fara yfir staðsetningar hópa í ferðinni og skipulag almennt. Ástæða þess að tímamörk eru á greiðslum vegna ferðarinnar er vegna þess að ganga þarf frá pöntunum og reyna að ná sem bestum verðum á ýmsum þáttum ferðarinnar. Eins og venjulega er Skeljungur og Bílabúð Benna aðal styrktaraðilar ferðarinnar og mun Bílabúð Benna eins og alltaf láta prenta miðana á bílana sem verða vonandi til afhendingar 20. febrúar auk aðgöngu miða á skemmtunina í félagsheimilinu.

Aðalferðastjórar ferðarinnar eru Sveinbjörn Halldórsson s. 844-500, og Logi Már Einarsson s. 844-5001.  Leiðangurstjórar eru úr Suðurlandsdeildinni og munu Magnús Valur Sveinsson formaður Suðurlandsdeildar sjá um að koma upplýsingum til okkar þannig að leiðirnar sem farnar verða vera færar og ekki hætta á skemmdum af umferðinni.

Í dag eru 60 bílar skráðir í ferðina eða um 120 manns og er það nokkuð góð skráning en samkvæmt venju munu einhverjir fall út og vonandi aðrir koma inn. Ferð eins og þessi er byggð upp á annan máta en aðrar stórferðir og geta núna fleiri tekið þátt en venjulega þar sem þessi Stórferð er meira sett upp sem Landsmót og geta allir sem áhuga hafa keypt miða í matinn og skemmtunina á laugardagskvöldinu og kostar það 7.000,- kr.

Endilega ef það eru einhverjar spurningar þá sendið póst á stjorn@f4x4.is og mæta á mánudagskvöldið kl. 20:00 í Síðumúlann en við munum þá vera með posann og taka við greiðslum frá þeim sem ekki geta greitt beint inn á reikning klúbbsins vegna ferðarinnar, sem er nr:. 0133-26 14444 kt. 701089-1549