Sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4

Sælir félagar.

Takið helgina 6-8 júlí frá þar sem sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin hátíðleg á stórglæsilegu tjaldsvæði Grindvíkinga.

Á laugardeginum 6 júlí verður ýmis afþreying fyrir börn og fullorðna, farin verður jeppaferð um Reykjanesið og um kvöldið verður sameiginlegt grill og kvöldvaka.

Uppl. um tjaldsvæði Grindavíkur http://www.visitgrindavik.is/visit.jsp?a=v&t=gisting&id=5719&lang=is

Uppl. um áhugaverða staði á Reykjanesi http://www.reykjanes.is/

Nánari dagskrá verður gefin út þegar nær dregur.

Kveðja Sumarhátíðarnefnd.

 


Skildu eftir svar