Sýning 14-16 sept. 2018

Nú fer að líða að 35 ára afmælissýningu  Ferðaklúbbsins 4×4 sem haldin verður í Fífunni, Kópavogi dagana 14 til 16 sepbember 2018.

Þarna verða yfir 100 glæsilegir ferðajeppar til sýnis auk þess sem fyrirtæki verða með sýningu á því nýjasta sem þeir hafa að bjóða.

Spennandi sýning sem enginn áhugamaður um fjallaferðir má láta fram hjá sér fara.

Opnunartími verður sem hér segir:

Föstudag opið 18:00 til 21:00 

Laugardagur 11:00 til 18:00

Sunnudagur 11:00 til 18:00

Athugið að miðasala lokar klukkustund fyrr til að gestir getið notið sýningarinnar þar til húsið lokar.