Category Archives: Tilkynningar

ÁRÍÐANDI FÉLAGSFUNDUR.

Áríðandi félagsfundur verður haldinn á Eirhöfðanum miðvikudaginn 23 janúar 2013 kl. 20:00  Á fundinum verður farið yfir aðgerðir sem fyrirhugaðar eru vegna nýrrar náttúruverndarlaga og röskunar á ferðafrelsi ef þau ná fram að ganga óbreytt.  Nú er ögurstund í þeirri baráttu okkar að hafa frelsi til að ferðast um landið.  Sýnum samstöðu.  Aðgerðarhópurinn.

Tilboð frá Hreyfingu

 Tilboð til meðlima Ferðaklúbbsins 4×4  12 mánaða samningar 3 leiðir:  Fyrsti mánuðurinn frír og 5990kr á mánuði í stað 6990kr Tilboð í betri aðild. 7990kr í stað 8990kr. Tilboð í Bestu aðild. Frítt út janúar og 15900kr í stað 16900kr Grunn aðild:  Aðgangur að heilsurækt og glæsilegum útigarði með jarðsjávarpotti, heitum potti, eimbaði, gufubaði og […]

Stórferð 2013

Afmælis-Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 – Vatnajökull þver og endilangurDagana 14 – 17 mars 2013. Umsjón Túttugengið ásamt Hornafjarðardeild 4×4  Ferðatilhögun er eftirfarandi: 14. mars – Þeir sem vilja leggja af stað að kvöldi og útvega sér gistingu sjálfir. Tilboð verður í Hrauneyjum fyrir þá sem vilja og nefndin hefur einnig tekið Jökulheima frá og einhverjir komast […]

Félagsfundur F4x4 3. Desember

Félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn á Hótel Natura (áður Loftleiðir) mánudaginn 3. Desember næstkomandi. Dagskrá fundarins verður: Innanfélagsmál Frásögn af Nýjadalsferð Frásögn af Nýliðaferð Bíllinn minn: Freyr Þórsson kynnir breytingasögu á jeppa sínum, Cherokee XJ í máli og myndum. Sýnd verður stuttmynd af flugi yfir Vonarskarð og leið norðan Dyngjufjalla. Kaffihlé verður kl 21:00

Afsláttarkvöld hjá Intersport

Fimmdudagskvöldið 29. Nóvember næstkomandi býður Intersport Lindum Kópavogi, félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 til afsláttarkvölds frá kl 20:00 til 22:00. 20% afsláttur er af öllum útivistarfatnaði og útivistarvörum sem þarf í jeppaferðina og einnig er almennur afsláttur hjá Intersport til félagsmanna Ferðaklúbbsins 4×4 nú 15%. Einnig verður boðið upp á nokkur sértilboð, ásamt því að boðið verður […]

Sameiginlegur félagsfundur F4x4, Slóðavina, LÍV og Skotvís

Sameiginlegur félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4, Ferða og útivistarfélagsins Slóðavina, Landssambands íslenskra vélsleðamanna (LÍV) og Skotvís verður haldinn mánudaginn 26. nóvember klukkan 20:00 á Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá fundarins: Reynsla bandaríkjamanna af stjórnun vegslóða (Russ og Tom – NOHVCC) Til landsins hafa verið fengnir þeir Russ Ehnes og Tom Crimmins til að miðla af reynslu sinni. Russ […]

Félagsgjöld vegna ársins 2013

Ágætu félagsmenn, Nú er búið að senda út rukkun vegna félagsgjalda 2013. Að þessu sinni var ákveðið að senda aðeins rukkun í heimabankann en ekki greiðsluseðla í pappírsformi. Með þessu er verið að hagræða. Ef einhver lendir í vandræðum með að greiða félagsgjaldið sitt, endilega hafið samband við skrifstofu. Síminn er 568-4444 og skrifstofan er opin þriðjudaga, […]