Category Archives: Tilkynningar

Félagsfundur F4x4 5. nóvember

Þriðji félagsfundur vetrarins verður mánudagskvöldið 5. nóvember kl. 20:00 Dagskrá Innanfélagsmál Rögnvaldur Ólafsson verður með erindi um talningar á umferð (bílar og fólk) á hálendi Íslands Samningur um Nýjadal milli Ferðafélags Íslands og Ferðaklúbbsins 4×4 Kaffi verður um kl. 21:00 Fundarstaður er Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir).

Heimsókn til N1 19.október og bjórkvöld

N1 býður félagsmönnum F4x4 í heimsókn í verslun sína á Bíldshöfðanum (áður Bílanaust) föstudaginn 19. október næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:00 og mun heimsóknin standa til 20:00 eða þar um bil. Nánari upplýsingar þessu viðkomandi verða settar inn á vefinn þegar nær dregur. Eftir heimsóknina verður haldið hefðbundið bjórkvöld í húsakynnum klúbbsins að Eirhöfða. Skemmtinefndin.

Byggðabrölt Suðurlandsdeildar

BYGGÐARBRÖLT SUÐURLANDSDEILDAR 2012 Verður haldið 20.10.2012 í Karlakórsheimilinu Húsið opnar kl. 19:30 – borðhald hefst STUNDVÍSLEGA 20:03. MATSEÐILL Fordrykkur – 105 oktana flugvélabensín Aðalréttur – Ferskasta RoadKill dagsins úr Skagafirðinum, hanterað USA style. Eftirréttur – Uppáhald Obama Gos verður á staðnum, en aðra drykki kemur hver með fyrirsig. Verð $ 16,- pr mann (eða 2.000,—IKR […]

Félagsfundur F4x4

Næsti félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn 1. október á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) og hefst fundurinn stundvíslega klukkan 20:00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Innanfélagsmál Landsfundur Ferðaklúbbsins næstkomandi helgi Vetrarstarfið (Árshátíð, opin hús og fleira) Snorri Ingimarsson segir frá starfi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og hlutverki sínu þar sem áheyrnafulltrúi Samtaka útivistafélaga (Samút). Einnig fjallar […]