Category Archives: Tilkynningar

Aðalfundarboð Ferðaklúbbsins 4×4 (F4x4)

Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn mánudaginn 21.maí í sal klúbbsins að Eirhöfða 11, skemmu 3.   Fundurinn hefst kl 20:00. Rétt til setu á fundinum hafa allir skuldlausir félagar og skulu þeir framvísa gildu félagsskírteini.   Dagskráin er skv. lögum félagsins: Setning fundar og dagskrá kynnt. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á […]

Félagsfundur F4x4 7. maí 2012

Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 7. maí, kl. 20:00.  Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá Innanfélagsmál Sif Gylfadóttir flytur áhugavert erindi um lengri kyrrsetu í bílum og áhrif þess á líkamann. Skúli Haukur Skúlason kynnir skála í umsjá og eigu Útivistar ofl. Kaffihlé verður um kl. 21:00 Stjórnin

Myndakvöld Litlunefndar

Myndakvöld Litlunefndar verður á opnu húsi á morgun, fimmtudaginn 26 apríl í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4.  Húsið opnar kl. 20 og eru allir velkominir. Allir sem fóru í afmælisferðina í Landmannalaugar eru hvattir til að mæta með myndir til að sýna öðrum og sjá hvaða myndir aðrir vilja sýna. Þetta er síðasta myndakvöld Litlunefndar á þessu starfsári.

Farangur fyrir Tristan Depenne og Lucas

Um páskana voru 2 göngumenn á ferð um Vatnajökulssvæðið á leið á Mývatn. Þeir heita Tristan Depenne og Lucas.  Þeir hittu menn úr Ferðaklúbbnum 4×4 á leiðinni, meðal annars Ívar, sem ekur um á Ford Excursion Pickup bíl.  Þessir menn tóku töluvert af farangri þeirra með sér í bæinn. Tristan og Lucas eru búnir að glata […]

Öruggari ferðamennska á jeppum og vélsleðum.

Safetravel.is og Sjóvá bjóða jeppa- og vélsleðamönnum á fyrirlestra sem bera nafnið Öruggari ferðamennska á jeppum og vélsleðum. Farið er í helstu atriði sem geta farið úrskeiðis og hvað helst þarf að hafa í huga til að forðast óhöpp. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í Reykjavík fimmtudaginn 29. mars kl. 20:00 og verður í húsi Hjálparsveitar […]

Lagerhreinsun laugardaginn 31. mars

Klettur – sala og þjónusta ehf mun halda lagerhreinsun laugardaginn 31. mars kl. 10-16 að Klettagörðum 8-10, 104 Reykjavík. Þar munum við verða með álfelgur, fólksbíla-, jeppa-, fjórhjóla- og mótorhjóladekk. Yfir 300 álfelgur, 100 mótorhjóladekk og 800 dekk undir bíla. Álfelgur verða  á 5.000 kr. stk. Stök dekk 1.500 kr. stk. 13“ dekk 3.000 kr. […]

Húsavíkurdeild STÓRFERÐ dagskrá.

Húsavíkurdeild STÓRFERÐ dagskrá Ferðaklúbburinn 4×4 Húsavíkurdeild býður ferðafélögum STÓRFERÐAR uppá útsýnisferð Laugadaginn 24 mars. Farið verður upp frá Kröflu og norður að kraftmesta fossi Evrópu Dettifossi, þaðan að vítunum Litla og Stóravíti.  Frá vítunum um Bóndólfsskarð að Þeystareykjum og niður að Hólasandi. Áætlaður ferðatími er um 4-6 tímar um þennann stórkostlega  hring. Brottför er frá […]