Category Archives: Tilkynningar

Húsavíkurdeild STÓRFERÐ dagskrá.

Húsavíkurdeild STÓRFERÐ dagskrá Ferðaklúbburinn 4×4 Húsavíkurdeild býður ferðafélögum STÓRFERÐAR uppá útsýnisferð Laugadaginn 24 mars. Farið verður upp frá Kröflu og norður að kraftmesta fossi Evrópu Dettifossi, þaðan að vítunum Litla og Stóravíti.  Frá vítunum um Bóndólfsskarð að Þeystareykjum og niður að Hólasandi. Áætlaður ferðatími er um 4-6 tímar um þennann stórkostlega  hring. Brottför er frá […]

Félagsfundur 4×4

Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 5. mars, kl. 20:00. Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá Innanfélagsmál Samningurinn við Skeljung Slys og björgun í tengslum við jeppaferðir á hálendinu að vetri til, hugvekja frá Landsbjörg Stórferðin 2012 Verndaráætlun við Langasjó, Snorri Baldursson og Kári Kristjánsson Kaffihlé verður um 21:00 Stjórnin

Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum

Þann 5. mars næstkomandi kl. 20:00 mun www.safetravel.is og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða öllum áhugasömum ferðalöngum á á fyrirlestur er kallast “Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum”. Farið verður í virkni mismunandi búnaðar og hvernig miðar að því að auka lífslíkur þess sem grefst í snjóflóði. Þetta er fyrirlestur sem enginn sem ferðast í fjallendi að vetrarlagi ætti […]

Stórferð 2012 – Dyngjufjalladalur – Langjökull (Mývatn 2012)

Búið er að opna fyrir skráningu í Stórferðina 2012.  Það þarf að skrá inn nafnið á ferðahópnum en þeir sem eru ekki í neinum hóp, skrái sig í hópin STAKUR. Meðfylgjandi er viðhengi (PDF) yfir ferðaáætlun og einnig eru viðhengi með dæmi um leiðir sem hægt er að fara.

Félagsfundur 4×4

Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 6. febrúar, kl. 20:00.  Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir). Dagskrá Innanfélagsmál Stórferðin 2012 – kynning Borghildur Sverrisdóttir verður með kynningu á “Ferðaaski” Jöklaverkefnið – lok verkefnisins, Snævarr Guðmundsson GPS kynning og hvernig notum við jöklakortin í tækjunum okkar, Ríkarður Sigmundsson Fastur og félagar segja frá Þorrablótinu Kaffihlé verður um 21:00 Stjórnin