Category Archives: Tilkynningar

Tilboð á topptjöldum til meðlima F4x4.

„Topptjald.is hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum ferðaklúbbsins 4×4 10% afslátt af öllum vörum sínum, en Topptjald.is er umboðsaðili og flytur inn Autohome topptjöld sem eru þekkt víða um heim fyrir gæði og endingu. Skoðið úrvalið á www.topptjald.is og hafið samband til að fá bækling eða frekari upplýsingar um tjöldin.“

Ferðast þú á jöklum?

Í tilefni nýrrar uppfærslu á sprungukortum jökla bjóða aðilar verkefnisins til opins hús í Garmin búðinni miðvikudaginn 26. mars milli 20:00 og 22:00. Eigendur GPS tækja geta kynnt sér sprungukortin og fengið leiðbeiningar við innsetningu þeirra í tækin sín. Á vefsíðunni www.safetravel.is má finna nýja uppfærslu kortanna en þar má einnig finna “þekktar, hættuminni leiðir” […]

Ferðast þú á jöklum?

Í tilefni nýrrar uppfærslu á sprungukortum jökla bjóða aðilar verkefnisins til opins hús í Garmin búðinni miðvikudaginn 26. mars milli 20:00 og 22:00. Eigendur GPS tækja geta kynnt sér sprungukortin og fengið leiðbeiningar við innsetningu þeirra í tækin sín. Á vefsíðunni www.safetravel.is má finna nýja uppfærslu kortanna en þar má einnig finna „þekktar, hættuminni leiðir“ […]

Félagsfundur 3. Febrúar

Næsti félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn á Hótel Natura þann 3. Febrúar næstkomandi og hefst hann stundvíslega kl 20:00. Dagskráin verður heldur betur áhugaverð og er eftirfarandi. Innanfélagsmál Pólfarar Arctic Trucks munu segja frá síðustu ferð sinni á Suðurskautið. Kynning frá Wurth Kaffihlé verður um 21:00 og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna.

Stórferð 2014 Skagafjörður-Kjölur

Stórferðin dagana 6. – 9.mars 2014 Jæja félagar, þá er komið að hinni árlegu STÓRFERÐ sem Ferðaklúbburinn 4×4 stendur fyrir. Í ár er það hinn „víðfrægi“ Jeep Gengis hópur sem var beðinn um að taka að sér skipulagningu ferðarinnar. Fyrir valinu varð að fara norður í land með viðkomu á Miðju Íslands. Með í ráðum […]

Nýliðaferð F4x4

Helgina 17. – 19. janúar næstkomandi verður nýliðaferð ferðaklúbbsins 4×4 í Setrið. Ferðin er ætluð fyrir nýliða og þá sem ekki hafa mikla reynslu af jeppaferðum í snjó. Ef ekki fyllist í ferðina er reyndari ferðalöngum velkomið að taka þátt. Skráning á heimasíðunni www.f4x4.is , lengst til hægri á forsíðunni er valmöguleikinn „skráning í ferðir“. […]