Verð á einstökum hlutum til jeppaferða hefur hækkað mikið undanfarið. Nægir þar að nefna verð á eldsneyti, olíum og dekkjum. Eins hefur varahlutaverð hækkað mikið.

Það er mikið hagsmunamál jeppamanna að geta leita bestu verða og afslátta.
Jeppamenn hafa safnast saman um magninnkaup eða hagstæð sérinnkaup á til dæmis dekkjum og bílum, erlendis frá. Einnig hafa margir góða reynslu af því að kaupa beint af ebay eða viðlíka vefum erlendis. Þegar það er gert þarf að gæta vel að því að greiðsla fari um öruggan greiðslumiðil.

Ábendingar um lægstu verð

Á spjall hluta vefsins er flokkurinn “Ábendingar um lægstu verð” þar eru jeppamenn hvattir til að láta vita af óvenju góðum verðum, tilboðum og/eða slæmum.

Afslættir

Samstarfsaðilar klúbbsins veita félagsmönnum afslætti. Smellið hér fyrir yfirlit afslátta.

Auglýsingar

Mikið notaður hluti vefsins er auglýsingarnar. Þeir sem eru skráðir á vefinn geta sett inn auglýsingar á vefinn. Smellið hér fyrir auglýsingar.

Einnig er á vefnum auglýsingasvæði ásamt því að helstu samstarfs aðilar