Viðgerðarferð í Setrið

Sælir félagar.

Fyrir liggur viðgerðarferð í Setrið um komandi helgi, þ.e. 17-18. jan. Nauðsynlegt er að skipta um vatnsdælu þar sem dælan slær út rafmagninu, útleiðsla í henni. skipta um smurolíu á ljósavél, þétta púströr, og eitthvað lítilræði í viðbót. Við þurfum vaska menn í þetta verkefni, gott væir að láta nefndina vita í tíma hverjir hafa áhuga, upp á kvöldmat á laugardaginn að loknu verki vonandi. Færið er þungt þangað og best er að fara um Sóleyjarhöfða, Gott væri að ca 2, 44 t. bílar kæmu með. Við viljum leggja í hann á föstudagskvöldið svo við höfum birtuna á laugardaginn.

kv
Guðmundur Geir Sigurðsson