Vinnuferðir skálanefndar sumarið 2012

Svo sem kunnugt er þá stefnir skálanefnd að byggingu skemmu sem hýsa á rafstöð og nýjan olíutank Setursins ásamt því að vera viðgerðaraðstaða og geymslupláss,  í sumar.  Á fyrsta fundi skálanefndar sem haldinn var fyrir skömmu var sett upp plan þar sem stefnt verður að því að vera með tvær almennar skálanefndarferðir í sumar.   Verða þær dagana 27-29 júlí og 10-12 ágúst þ.e. helgarnar fyrir og eftir verslunarmannahelgi.  Fyrri helgina er stefnt að því að grafa fyrir undirstöðum og klára mótasmíði sem mest má vera og seinni helgina að klára það sem eftir verður af mótavinnu og steypa undirstöðurnar.  Gott væri ef gröfu og vörubílaréttindamenn væru til taks þessar helgar, sérstaklega fyrri helgina.  Við skálanefndarmenn reiknum svo með að verða á ferðinni flestar helgar í sumar frá og með mánaðamótunum júní/júlí og ef einhverjir hafa áhuga á að slást í för með okkur skálanefndarmönnum utan þessara almennu vinnuferðahelga  þá er það velkomið og hægt að leyta upplýsinga um slíkt hjá okkur.  Í haust er (september) er svo planið að koma gámi og olíutank fyrir inni í sökklunum, tengja nýjar raf og olíulagnir inn í skálann og ganga frá öllu fyrir veturinn.  Skemman sjálf verður svo smíðuð í bænum í vetur og flutt uppeftir í einingum næsta sumar og reist og gengið endanlega frá henni á 25 ára afmælisárinu, 2013.  Með von um góðar undirtektir. 

Skálanefnd.

Skildu eftir svar