Stórferð 2021 á Mývatn taka 2

Sveinbjorn
Posts: 89
Joined: 2016-11-03 12:Nov:rd

Stórferð 2021 á Mývatn taka 2

Postby Sveinbjorn » 2021-02-28 12:Feb:th

Sæl , langar aðeins að benda á nokkra punkta vegna Stórferðar. Þessi ferð er ný ferð og gamla skráningin gildir ekki. Ný skráning verður sett í loftið á mánudaginn 1. mars sennilega kl. 22:00. Í ferðina verður hægt að skrá 200 mans og verður þeim hópi skipt upp í tvo hópa á sitt hvort hótelið. Matseðlar verða ákveðnir með kokkum hótelana en það er gert til að halda niður kostnaði. Gjaldið fyrir herbergin er það sama og síðast. Ekki verður sameiginlegur matur á laugardagskvöldinu í Skjólbrekku þess í stað verður matur á hótelunum sameiginlegur fyrir hvert hólf vegna sóttvarnareglna. Síðan að muna það er ekki nó að skrá sig það verður að borga strax kr. 4.000,- á mann til að skráning sé gild. Greiðsludagsetning skiptir máli. Ath. ef einhver á inni frá síðustu ferð og ætlar að nota það þá skal hinn sami hafa samband við skrifstofu og fá það endurgreitt. Það nýtist ekki sem greiðsla, því miður. Allar greiðslur verða að koma í gegnum bankann.

Return to “Klúbburinn”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest