Sælir félagar
Um leið og stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4 óskar ykkur gleðilegs nýs árs og
þakkar fyrir það sem er að líða þá viljum við minna á fyrsta félagsfundinn á nýju ári sem verður eins
og vanalega haldinn í húsnæði Bsv.Súlna við Hjalteyrargötu Norður-sal þriðjudaginn 7 janúar 2025 kl.20.00.
Á dagskrá hjá okkur verður:
Sigurður Sigurjónsson frá Húsavík kemur og útskýrir fyrir okkur reglur um kastara á
jeppum sem á að fara framfylgja nú á nýju ári.
Eftir smá kaffi og spjall verður farið í skúra-heimsókn til Kjartans Tryggvasonar og
Fordinn sem hann er að gera skoðaður sem og einhverjir aðrir bílar.
Farið verður yfir næstu ferðir. Þrettándagleði 10-12 janúar,Þorrablót og síðast en ekki síst
stórferð Eyjafjarðardeildar 4x4 í mars.
Hvetjum alla félaga til að mæta.
Kv.
Stjórn Eyjafjarðardeildar 4x4
Eyjafjarðardeild 4x4 félagsfundur
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 28 guests