Farið á 6 jeppum frá Sólheimahjálegu 5 apríl í fínu færi yfir jökulinn að Mælifelli, Þaðan um sandinn í Hvanngil og grillað. Daginn eftir reyndum við að keyra upp Ljósártungur inn í Reykjadali en þar vantaði aðeins herslu munin á, höð hengja í toppnum sem ekki var hægt að far í nema á ská stoppaði okkur. Þá var ákveðið að fara niður að Mundafelli og þaðan beint yfir hraunið að Heklu en til þess að það sé hægt þarf óhemju mikinn snjó. Ég fór svo í toppinn á heklu í 6. sinn á ferlinum og 3. sinn á bíl en Isabella 5 ára dóttir mín var að koma þangað í fyrsta skipti.